Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 49
Breytileg orðaröð í sagnlið
47
setningum verðum við að koma með einhverja skýringu á þessu.
Niðurstaðan er því sú að ef gert er ráð fyrir einum og sama grunni
í öllum setningum fommáls, hvort sem sá grunnur er talinn OV eða
VO, verði miklum erfiðleikum bundið að leiða út ýmis þau orðaraðar-
mynstur sem fyrir koma.
3.4 Rökfyrir breytilegum grunni
Hér skiptir miklu máli að mynstrin em mjög misalgeng, eins og áður
er komið fram. Algengustu mynstrin em þau sem sýnd em í (35).
(35) a. (=(2a)) Lýtingur af Sámsstöðum mun [Si hafa vegið hann og bræður hansl
(Brennu-Njáls saga, s. 243)
b. (=(2b)) En ekki mun eg [Si benna mann séð hafa].
(Laxdœla saga, s. 1632)
c. (=(2c)) Þorgilsi hafði [Si gefin verið öxi góðl
(Þorgils saga og Hafliða, s. 25)
Það er að segja; mynsturþar sem röð hauss og fylliliðar er annaðhvort
alltaf VO (35a) eða OV (35b), svo og eitt hinna blönduðu mynstra, það
sem sýnt er í (35c); þó aðeins ef andlagið er „fullkominn“ nafnliður en
ekki fornafn, eins og bent var á hér að framan.
Hér að framan var sýnt fram á að það er ófýsilegt að leiða allar
setningar með hreinni VO-röð í sagnlið af OV-grunni; og jafn ófýsilegt
er að leiða allar setningar með hreinni OV-röð í sagnlið af VO-gmnni.
Ef gert er ráð fyrir einum og sama grunni í öllum setningum er undarlegt
að mynstur með þveröfugri röð á yfirborði, þar sem gera þyrfti ráð fyrir
flókinni afleiðslu, skuli vera svo algeng sem raun ber vitni.
Sé hins vegar gert ráð fyrir því að grunnurinn geti ýmist verið OV
eða VO, er þetta einmitt eins og við er að búast; þá er eðlilegt að
setningar án nokkurrar færslu, þ.e. með „hreinni“ VO- eða OV-röð, séu
algengastar. Tíðni setninga eins og (35c) er líka auðvelt að skýra; slíkar
setningar er einfalt að leiða út af OV-grunni, vegna þess að frestun eða
seinkun (,,þungra“) nafnliða er algeng hvort eð er, einnig í nútímamáli
(sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1990); fmmlögum er t.d. oft frestað (sbr.
líka Pintzuk 1991:161-162);