Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 52
50
Eiríkur Rögnvaldsson
Þetta er athyglisvert, ekki síst í ljósi þess að (40) kemur ekki heldur
fyrir í fornensku (sbr. Pintzuk 1991:166-167). Það bendir til þess að
sams konar greining eigi við forníslensku og fornensku að þessu leyti;
og þar eð Pintzuk (1991, 1992) hefur fært sterk rök fyrir því að forn-
enska hafi haft bæði OV- og VO-grunn, benda þessi líkindi enn frekar
til þess að forníslenska hafi einnig haft slíkan tvenns konar grunn í
sagnlið.
Þau mynstur sem koma fyrir með agnarsögnum styðja þetta enn
frekar:
(41) Setningar með sögn ífallhœtti, ögn og einu eða tveimur andlögum:
a. Nú hafði einn þeirra Skrælingja tekið upp öxi eina.
(Grœnlendinga saga, s. 1106)
b. Þar mundi eg hafa gefið þér upp eina sök.
(Hrajhkels saga Freysgoða, s. 1400)
c. Hvenær skaltu upp taka slíkan ágætisgrip?
(Laxdœla saga, s. 1608)
d. Þeir kváðust aldrei vilja sína eigu upp gefa.
(Sturlu saga, s. 97)
(42) Setningar með sögn ífallhœtti, ögn og einu eða tveimur andlögum:
a. (XI) - Soph SOaðai - ÖGN - Nlba
b. (XI) - SOph Soaöal - Nlba - ÖGN
c. (XI) - SOph - ÖGN SOqQjJ - Nlba
d. (XI) - SOph - Nlba - ÖGN Soaðai
e. * (XI) - SOph - ÖGN - Nlba Soaðai
f. * (XI) - SOph - Nlba Soaðai - ÖGN
Mynstrin í (42a), (42c) og (42d) eru öll mjög algeng; (42b) er mjög
sjaldgæft, og (42e-f) virðast ekki koma fyrir. Ef við göngum út frá þeirri
venjulegu greiningu að sögnin og ögnin séu grunnmyndaðar grannstætt,
og röðin sé sögn — ögn við VO-grunn en ögn — sögn við OV-grunn,
þá sýnir (42a) hreina VO-röð, og (42d) hreina OV-röð. (42c) mætti
greina sem OV-grunn með frestun andlagsins, sbr. hér að framan.
Oháð því hvorum grunninum við gerum ráð fyrir er eðlilegt að (42e)
skuli ekki koma fyrir. í VO-grunni yrði að leiða (42e) út annaðhvort