Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 53
Breytileg orðaröð í sagnlið
51
með því að færa aðalsögnina til hægri yfir ögnina og andlagið, eða
með því að færa bæði andlagið og ögnina til vinstri yfir aðalsögnina;
hvorugt er fýsilegt. í OV-grunni yrði að leiða (42e) út með því að færa
ögnina til vinstri yfir andlagið, sem er ekki fýsilegt heldur.
Á hinn bóginn er það óvænt, sé miðað við VO-grunn, að (42f) skuli
ekki koma fyrir. Sé talið að forníslenska hafi eingöngu haft VO-grunn
verður að gera ráð fyrir vinstri færslu andlags til að leiða út hið algenga
mynstur í (42d). En ef andlagið er fært til vinstri í (42d) er óljóst hvers
vegna ekki er líka hægt að færa það til vinstri í (42f). Reyndar mætti
þá búast við að (42f) væri algengara en (42d), vegna þess að í afleiðslu
(42f) þyrfti aðeins eina færslu, en í (42d) þyrfti að færa bæði andlagið
og ögnina.
Önnur hugsanleg afleiðsla (42d), miðað við VO-grunn, væri að gera
ráð fyrir að bæði sögnin og ögnin væru færðar til hægri, yfir andlagið.
En ef slíkar færslur væru mögulegar hefðum við ekki neina skýringu á
því að (42e) kemur ekki fyrir. Við gætum þá m.a.s. búist við að (42e)
væri algengari en (42d), þar sem í (42e) þyrfti bara eina færslu, en
í (42d) þyrfti enn að færa bæði sögnina og ögnina. Þetta bendir því
sterklega til að bæði OV og VO hafi verið mögulegar grunngerðir í
sagnliðnum í fommáli.
3.5 Opin færibreyta?
Með þessu er verið að segja að grundvallarorðaröð málsins hafi
hvorki verið OV né VO, heldur hvomgt — eða hvorttveggja, eftir því
hvernig litið er á málið. En er hægt að segja það? Því velti Halldór
Ármann Sigurðsson fyrir sér (1988) og svaraði neitandi:
[... ] it is at least pre-theoretically possible that it had no basic order
of constituents within the VP [...]. This is equivalent with saying that
verbs were able to govern bidirectionally in Old Icelandic (or Old
Scandinavian). I do not find the idea feasible. It is not compatible
with the parametric approach to government directionality and basic
word order change [... ]. Also, it raises the question why verbs should
have been able to govern bidirectionally in Old Icelandic as opposed