Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 57
Breytileg orðaröð í sagnlið
55
þess að bæði OV og VO hafi verið mögulegar grunngerðir í sagnliðnum
í forníslensku. Með því er verið að segja að grundvallarorðaröð málsins
hafi hvorki verið OV né VO, heldur hvorugt — eða hvorttveggja, eftir
því hvernig litið er á málið. Með því móti, og með því að gera einnig
ráð fyrir hægri færslum fullkominnanafnliða, sem þörf er á hvort eð er,
fáum við eðlilegar og einfaldar skýringar á þeim orðaröðum sem eru
langsamlega algengastar í fornu máli. Þar með skýrum við líka hvers
vegna einmitt þessar orðaraðir eru algengastar; það er vegna þess að
afleiðsla þeirra er einföldust.
4. Breytileiki
4.1 TUviljanakenndur breytileiki
I flestum málum taka sagnir fylliliði sína annaðhvort á undan sér
eða eftir, en ekki ýmist á undan eða eftir án þess að hægt sé að finna
einhverjar sérstakar ástæður fyrir því. í nútímaíslensku koma fylliliðir
sagna t.d. á eftir þeim, eins og áður er bent á. í þýsku fara fylliliðir
aftur á móti á undan sögnum; undantekningin er persónuháttarsagnir í
aðalsetningum, en hægt er að sýna fram á að þær séu upprunnar aftast
í setningu og færðar fram með sérstakri reglu. Vissulega eru til ýmsar
undantekningar frá slíkum reglum. Þannig hefur nútímaíslenska ýmis
dæmi um að andlag fari á undan sögn í fallhætti, eins og sést í (45a-b)
(sbr. Eirík Rögnvaldsson 1987):
(45) a. Ég hef engan séð.
b. Ég hef fáa séð.
c. *Ég hef hann séð.
d. *Ég hef Svein séð.
Þetta er þó bundið við andlög af ákveðinni gerð, kvantara eða magn-
liði. Þannig er ekki hægt að hafa t.d. fornöfn eða sérnöfn á undan
lýsingarhættinum, eins og (45c-d) sýna. í þýsku getur líka ákveðin
tegund andlaga farið á eftir sögninni, einnig í aukasetningum; það eru
fallsetningar, eins og áður hefur verið bent á;
(46) a. Ich weiB, daB er gesehen hat, daB ...
b. *Ich weiB, daB er gesehen hat mich.