Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 59
Breytileg orðaröð í sagnlið
57
4.2 Þróun breytileikans
Yfirleitt hefur verið gert ráð fyrir því að aðstæður eins og þessar,
þar sem slíkur fjölbreytileiki kemur fram í orðaröð, beri vott um að
málbreyting sé að gerast eða nýyfirstaðin (sjá t.d. Lightfoot 1979,1991;
Halldór Ármann Sigurðsson 1988). Þá séu í raun tvö málkerfi í gangi
samtímis í málsamfélaginu, annað víkjandi, hitt í sókn. Sitthvað mælir
þó gegn því að líta þannig á breytileikann sem hér er til umræðu. í
fyrsta lagi er það svo að allir textar sem ég hef skoðað, allt fram á
19. öld, sýna þennan breytileika. Það er sem sé ekki þannig að sumir
málnotendur á tilteknum tíma hafi röðina OV, en aðrir VO. Málkerfi
allra virðist leyfa báðar raðimar.
í öðru lagi er venjulega talið að slíkir breytingatímar standi ekki
mjög langan tíma. Við getum borið íslensku saman við fornensku.
Þar gerist svipuð breyting, en hún virðist ekki taka nema 2-300 ár
(sbr. van Kemenade 1987; Lightfoot 1991; Pintzuk 1991). í íslensku
varir breytileikinn aftur á móti a.m.k. 700 ár. Hann kemur fram í elstu
varðveittu textum, og nær fram á miðja 19. öld, að því er virðist.
Þróun þessa breytileika hefur reyndar lítið verið skoðuð fram að
þessu; helsta undantekningin er ritgerð Þorsteins G. Indriðasonar
(1987). Hann skoðaði texta frá 13. til og með 19. öld, 2-3 texta frá
hverri öld. í könnun hans kom í ljós að á fyrri hluta 19. aldar virtist
OV-raðar enn gæta í u.þ.b. fjórðungi tilvika þar sem hún var möguleg
á annað borð.
Ég hef athugað brot úr alls rúmlega 30 textum frá öllum tímum
ritaldar, allt frá því um 1200. Þeir textabútar sem ég hef skoðað eru
nokkuð mislangir, en yfirleitt hef ég miðað við það að hafa nógu mikinn
samfelldan texta til að ná 100 setningum þar sem OV-röð væri hugsan-
leg. Ef ekkert dæmi um OV-röð kemur fyrir í þessum 100 setningum
má væntanlega slá því föstu að hún komi vart fyrir í textanum með
marktækri tíðni.
Þeir textar sem ég athugaði eru af ýmsum tegundum. Æskilegast hefði
auðvitað verið að skoða nokkrar tegundir texta frá hverjum tíma, hverri
öld t.d., og bera saman við sömu textategundir frá öðrum öldum. Þetta er
þó því miður ekki hægt, heldur verður að sæta því að notast við þá texta