Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 60
58
Eiríkur Rögnvaldsson
sem til eru. Þar að auki lendir maður ævinlega í þeim vandamálum sem
þekkt eru í sögulegri setningafræði; höfundar textanna eru ekki þekktir,
textarnir eru aðeins varðveittir í eftirritum sem eru stundum mörgum
öldum yngri en frumritin; útgáfur eru misjafnlega traustar; o.s.frv.
Það má vissulega deila um hvernig eigi að flokka setningar í slíkri
talningu. Ég miðaði við það hvort einhver OV-einkenni væri að finna;
þ.e., hvort einhverjir þeir fylliliðir sem verða að koma á eftir sögninni í
nútímamáli stæðu fyrir framan hana. Ef svo var, flokkaði ég setninguna
sem OV. Þá verður að gæta þess að mjög oft tekur sama sögnin með
sér fleiri en einn fyllilið; og þótt einn þeirra fari á undan sögninni geta
aðrir staðið á eftir henni, og setningin er samt flokkuð sem OV.
í athugun minni kom í ljós að hlutfall setninga sem sýna OV-einkenni
helst mjög svipað allt frá elstu textum fram á seinni hluta 18. aldar;
nær alltaf á bilinu 30-50% eftir textum. Helstu frávikin er að finna
í nokkrum textum frá tveggja alda bili, frá því um miðja 16. öld til
miðrar 18. aldar; þar fer OV-hlutfallið um og yfir 60%. Það þarf í
sjálfu sér ekki að koma á óvart; það hefur löngum verið talið að á
þessum árum gætti erlendra áhrifa, ekki síst lágþýskra, á ritmálið einna
mest. Vegna þess að þýska hefur OV-röð í sagnlið mætti búast við
aukningu þeirrar orðaraðar í íslensku á þessum tíma. Þetta á þó ekki
við nema um suma texta frá þessu tímabili; og leggja verður áherslu
á að ef um slík áhrif er að ræða hér felast þau í styrkingu orðarað-
ar sem fyrir var í málinu, en ekki uppkomu nýrrar. Öðru máli gegnir
um annað einkenni á mörgum textum frá þessum tíma; setningar þar
sem sögn í persónuhætti stendur aftast í aukasetningum, á eftir fylli-
liðum sínum (sjá t.d. Jakob Jóh. Smára 1920). Það er aftur á móti
málbreyting, því að þar er um að ræða setningagerð sem ekki var fyrir
í málinu.7
7 Því má bæta við að í talningunni greindi ég milli aðal- og aukaseminga, þótt
sú flokkun væri ekki mjög nákvæm. í meginhluta textanna voru tölur um aðal- og
aukasetningarsvipaðar. í fjórðungi þeirra var þó tíðni OV-raða talsvert hærri í auka-
setningum en í aðalsetningum. Það kom mér ekki beinlínis á óvart, en hitt fannst mér
merkilegra að í fjórum textum var tíðni OV-raða nokkru lægri í aukasetningum en í
aðalsetningum. Mestur var munurinn í tveimur 17. aldar textum; en munurinn í hina
áttina var reyndar mestur líka í 17. aldar texta.