Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 60

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 60
58 Eiríkur Rögnvaldsson sem til eru. Þar að auki lendir maður ævinlega í þeim vandamálum sem þekkt eru í sögulegri setningafræði; höfundar textanna eru ekki þekktir, textarnir eru aðeins varðveittir í eftirritum sem eru stundum mörgum öldum yngri en frumritin; útgáfur eru misjafnlega traustar; o.s.frv. Það má vissulega deila um hvernig eigi að flokka setningar í slíkri talningu. Ég miðaði við það hvort einhver OV-einkenni væri að finna; þ.e., hvort einhverjir þeir fylliliðir sem verða að koma á eftir sögninni í nútímamáli stæðu fyrir framan hana. Ef svo var, flokkaði ég setninguna sem OV. Þá verður að gæta þess að mjög oft tekur sama sögnin með sér fleiri en einn fyllilið; og þótt einn þeirra fari á undan sögninni geta aðrir staðið á eftir henni, og setningin er samt flokkuð sem OV. í athugun minni kom í ljós að hlutfall setninga sem sýna OV-einkenni helst mjög svipað allt frá elstu textum fram á seinni hluta 18. aldar; nær alltaf á bilinu 30-50% eftir textum. Helstu frávikin er að finna í nokkrum textum frá tveggja alda bili, frá því um miðja 16. öld til miðrar 18. aldar; þar fer OV-hlutfallið um og yfir 60%. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart; það hefur löngum verið talið að á þessum árum gætti erlendra áhrifa, ekki síst lágþýskra, á ritmálið einna mest. Vegna þess að þýska hefur OV-röð í sagnlið mætti búast við aukningu þeirrar orðaraðar í íslensku á þessum tíma. Þetta á þó ekki við nema um suma texta frá þessu tímabili; og leggja verður áherslu á að ef um slík áhrif er að ræða hér felast þau í styrkingu orðarað- ar sem fyrir var í málinu, en ekki uppkomu nýrrar. Öðru máli gegnir um annað einkenni á mörgum textum frá þessum tíma; setningar þar sem sögn í persónuhætti stendur aftast í aukasetningum, á eftir fylli- liðum sínum (sjá t.d. Jakob Jóh. Smára 1920). Það er aftur á móti málbreyting, því að þar er um að ræða setningagerð sem ekki var fyrir í málinu.7 7 Því má bæta við að í talningunni greindi ég milli aðal- og aukaseminga, þótt sú flokkun væri ekki mjög nákvæm. í meginhluta textanna voru tölur um aðal- og aukasetningarsvipaðar. í fjórðungi þeirra var þó tíðni OV-raða talsvert hærri í auka- setningum en í aðalsetningum. Það kom mér ekki beinlínis á óvart, en hitt fannst mér merkilegra að í fjórum textum var tíðni OV-raða nokkru lægri í aukasetningum en í aðalsetningum. Mestur var munurinn í tveimur 17. aldar textum; en munurinn í hina áttina var reyndar mestur líka í 17. aldar texta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.