Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 61
Breytileg orðaröð í sagnlið
59
Það er ekki fyrr en á 19. öld sem OV-einkenni taka að dvína að ráði,
og þá hverfa þau að mestu á tiltölulega stuttum tíma. Mér sýnist að
þeirra gæti yfirleitt lítið sem ekkert í ritum manna sem fæddir eru eftir
aldamótin 1800.8 Þessar tvær raðir, OV og VO, lifa því í sagnliðnum í
a.m.k. sjö aldir. Það er athyglisvert, því að þetta er miklu lengri tími en
í skyldum málum. Hins vegar virðast OV-einkenni hverfa á tiltölulega
skömmum tíma, kringum miðja 19. öld.
Viðmið Þorsteins G. Indriðasonar (1987) í áðumefndri könnun eru
nokkuð önnur en mín, en að teknu tilliti til þess sýnist mér að niður-
stöður okkar séu ágætlega samrýmanlegar. Ég hef hins vegar skoðað
talsvert fleiri texta en hann, einkum frá 19. öld, og því næ ég í lok breyt-
ingarinnar. Því má bæta hér við að í nýrri meistaraprófsritgerð hefur
Þorbjörg Hróarsdóttir (1995) skoðað bréf frá seinni hluta 18. aldar og
fyrri hluta þeirrar 19. Niðurstöður hennar renna enn styrkari stoðum
undir það að OV-raðir hverfi snemma á 19. öld.
4.3 Sjö alda breytingaskeið?
Það er ljóst af framansögðu að þarna hefur orðið setningafræðileg
breyting, því að OV-raðir hafa horfið að mestu úr málinu; og sú breyting
gengur yfir, a.m.k. í ritmálinu, á fyrri hluta 19. aldar. Spumingin er hins
vegar hvernig eigi að líta á aldirnar þar á undan, þegar bæði formin eru
algeng. Á að líta á allan þennan tíma sem breytingaskeið sagnliðarins?
Það eru til ýmis módel um hvernig málbreytingar gangi fyrir sig. Eitt
hið þekktasta er hin svonefnda S-kúrfa (sjá t.d. Kroch 1989b; Pintzuk
1991:314):
8 Þannig eru engin dæmi í Grasaferð Jónasar, ritgerð Jóns Sigurðssonar um skóla,
Islandssögu Boga Th. Melsteðs, og fleiri textum sem ég skoðaði frá svipuðum tíma.
Aftur á móti er nokkuð af dæmum í Ævisögu Gísla Konráðssonar, ferðalýsingum
Sigurðar Breiðfjörðs, Frá Grænlandi, og fleiri textum höfunda sem eru fæddir skömmu
fyrir 1800.