Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 64
62
Eiríkur Rögnvaldsson
Þetta er vissulega hugsanlegt, og án efa rétt að einhverju leyti. En þetta
svarar því samt ekki hvers vegna þessi áhrif hverfa á fyrri hluta 19.
aldar. Að þessu leyti er OV-röð gerólík frásagnarumröðun, sem enn er
fullkomlega tæk í þeim stíltegundum þar sem hún á við (sbr. Halldór
Ármann Sigurðsson 1994).
Þótt hér verði ekki reynt að setja fram fullnaðarskýringu á snöggu
hvarfi OV-raða virðist líklegt að það megi rekja bæði til innri og ytri að-
stæðna. Þær innri aðstæður sem um er að ræða eru aðrar málbreytingar
sem virðast vera að gerast um svipað leyti; lækkandi tíðni stílfærslu,
tilkoma „gervifrumlagsins“ það, og hvarf „núllliða".
Stílfærsla veldur því mjög oft að OV-röð kemur fram á yfirborði, og
því er hugsanlegt að hún hafi átt þátt í að viðhalda OV-röð í sagnlið, eins
og áður er bent á. Notkun „gervifrumlagsins“ það, sem oft kemur „í
stað“ stílfærslu, virðist hins vegar fara vaxandi í upphafi 19. aldar (sbr.
einnig Þorbjörgu Hróarsdóttur 1995). Þess vegna fækkar OV-röðum á
yfirborði, og það gæti hugsanlega hafa flýtt fyrir breytingunni.
Einnig má benda á að svo virðist sem „núllfrumlög" og andlög hverfi
úr málinu á svipuðum tíma og OV-raðir (sbr. Þóru Björk Hjartardóttur
1993). Það er freistandi að reyna að tengja þetta á einhvern hátt. Sú
kenning hefur reyndar verið sett fram (Adams 1987) að sagnir leyfi
núllliði aðeins sömu megin við sig og þær taka fylliliði sína. Þetta
myndi þýða að „núllfrumlög" hyrfu sjálfkrafa þegar sagnir hættu að
geta tekið fylliliði á undan sér; þ.e., þegar OV-röð væri ekki lengur í
samræmi við málkerfið.
Við vitum að Fjölnismenn og aðrir málhreinsunarmenn á fyrri hluta
19. aldar leituðust við að útrýma stirðum kansellístíl og færa ritmálið
nær talmálinu að ýmsu leyti. Það er vel líklegt að ein meginástæðan
fyrir því hversu breytingin gengur hratt yfir í ritmálinu sé sú að hún
var þegar orðin að verulegu leyti í talmálinu. Ég held þó að það hafi
í raun og veru verið á 19. öld sem OV-röð hætti að vera hluti lifandi
málkerfis; ég hef ekki trú á að tiltekinn stíll geti haldið við setningagerð
sem ekki er lengur hluti af málkerfi málnotendanna.
En jafnvel þótt við gætum sýnt fram á að í byrjun 19. aldar, og
kannski löngu fyrr, hefðu OV-raðir verið horfnar úr talmáli, þá sýnir