Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 65
Breytileg orðaröð í sagnlið
63
það ekki að breytingin sé gengin yfir í raun og veru; þ.e., það sýnir
ekki að slíkar setningar séu ekki lengur í samræmi við málkennd fólks.
Eg held einmitt að þama sé víxlverkun. Orðaröð af þessu tagi hefði
ekki getað haldist, nema af því að málnotendur höfðu tilfinningu fyrir
henni; en síðan voru stílfræðilegar ástæður fyrir því að þessi röð var
svo mikið notuð sem raun ber vitni, og sú tíðni hjálpaði til við að halda
máltilfinningunni lengur lifandi að þessu leyti. En þetta er vissulega
mál sem þarf að skoða miklu betur.
5. Niðurstöður
Meginniðurstöðurnar eru sem sé þessar:
Þau mynstur sem fyrir koma í sagnliðnum í fornu máli eru ákaflega
fjölbreytt, en af mismunandi tíðni þeirra, og þeirri staðreynd að sumar
tegundir mynstra koma ekki fyrir, má sjá að orðaröð í sagnlið var ekki
alveg frjáls, heldur laut ákveðnum setningafræðilegum lögmálum; og
þessa mismunandi tíðni, og þær eyður sem fyrir koma, má nota til að
rökstyðja ákveðnar fræðikenningar um það hvernig gera megi grein
fyrir slíkum breytileik.
Ymis orðaraðartilbrigði sem koma fyrir á eldri stigum íslensks rit-
máls geta ekki gengið í nútímaíslensku. Að því leyti er óhjákvæmilegt
að telja að setningafræðileg breyting hafi orðið. Hins vegar er mjög
erfitt að átta sig á þróun þessarar breytingar, vegna þess að valið á milli
þeirra möguleika sem fyrir koma er að einhverju leyti háð stíl. Því er
óvíst að hversu miklu leyti er hægt að rekja þróunina eftir varðveittum
textum. Hitt virðist nokkuð ljóst að kringum miðja 19. öld hættir eldri
orðaröðin að vera hluti af lifandi málkerfi fólks, eftir að tvær megin-
orðaraðir hafa lifað hlið við hlið í a.m.k. 7 aldir. Það er miklu lengri
tími en í skyldum málum þar sem hliðstæð breyting hefur orðið. Um
ástæður þess verður ekki fullyrt.
TEXTAR
Islendinga sögur; ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og
Ömólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík, 1985-86: