Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 71
„En er þeir knjáðu þetta mál... “
69
sætte i Bevægelse ... 3) drive, tilskynde, bevæge en til at gjdre noget“
(meðal dæma: knýja hurð, knúðu fast árar, þá knúði mik hinn helgi
andi). Fritzner taldi hér þt. kníði til sagnarinnar knýja, og má kalla það
viðtekna skoðun (sbr. Noreen 1970:344 og grein 2.1.1 hér á eftir). í
rauninni virðast þá vera tvær sagnir á ferðinni, sem gera má grein fyrir
á eftirfarandi hátt:
a) nh. *knía/*knjá - þt. kníaði/knjáði - lh. þt. kní-
aðr/knjáðr
Merking: ‘ræða fram og aftur, hugleiða eða rannsaka vandlega,
þæfa um’
b) nh. knýja - þt. kníði/knýði/knúði - lh. þt. kníðr/-
kný( i )ðr/knú( i )ðr
Merking: ‘berja, banka (á dyr); reka, þrýsta áfram; þvinga, neyða’
(þýðingar frá Ásgeiri Bl. Magnússyni 1989:484-85)
1.1 Varðveitt dœmi um so. knjá
Vert er að athuga, áður en lengra er haldið, hvers konar heimildir
eru um sögnina knjá. í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar í Kaup-
mannahöfn (Ordbog over det norráne prosasprog) eru fjórir seðlar
með fornmálsdæmum um so. knía/knjá:2
(1) A þingi voro kniat mal þeira, ...
(Sturl:307,4 (Króksfjarðarbók))
Á þíngi var kníat mál þeiira ... (Bisk:665,25 (stafs. samr.))
(2) er þeir kniaðv þetta mal mille sin ...
(ÓH:331,7; stafs. samr. í Hkr:277,2)
(3) Oc er þetta mal var rniog kniaþ,...
(Sturl: 126,1 (Króksfjarðarbók))
Enn er þetta mal uar miok kniad....
(Guðm:25,5; stafs. samr. í Bisk:412,13)
(4) Egi kvfio ver at fegia hve lengi þeir knÍQþv þetta mál.
(Jómsv:40,17)
' Ég er þakklát starfsfólki Orðabókar Ámanefndar í Kaupmannahöfn fyrir að veita
mér aðgang að seðlasafninu á staðnum og auk þess Bent Chr. Jacobsen, orðabókarrit-
stjóra þar, fyrir upplýsingar bréflega.