Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Qupperneq 72
70
Guðrún Þórhallsdóttir
í seðlasafni Orðabókar Háskólans er vísað á eitt dæmi úr íslenzkum
sagnaþáttum og þjóðsögum Guðna Jónssonar. Það væri varasamt að
draga þá ályktun af þessari einu heimild, að sögnin knjá hafi lifað
óslitið fram á 20. öld, því að vera má, að fornritaútgefandinn Guðni
Jónsson hafi hér brugðið fyrir sig orðalagi, sem hann þekkti úr fornum
textum:
En hvort sem þetta mál var knjáð lengur eða skemur, trúlofuðust þau
Guðmundur
(Guðni Jónsson 1940:11)
Af dæmunum má sjá, að eingöngu eru varðveittar myndir þátíðar og
lýsingarháttar þátíðar. Ekki er síður athyglisvert, að í öllum tilvikum
er andlagið mál, svo að því er líkast, að urn fast orðasamband sé
að ræða. Hér að ofan var merking sagnarinnar knjá sögð vera ‘ræða
fram og aftur, hugleiða eða rannsaka vandlega, þæfa um’, og ber að
hafa í huga, að þær skýringar eru byggðar á þessum fáu dæmum.
Þar hafa fræðimenn væntanlega einnig stuðzt við önnur handrit sömu
texta, en fyrir kemur, að aðrar sagnir eru notaðar (m. a. tala, rœða,
kanna)?
Því hefur verið haldið fram, að so. knía hafi verið eins gerð og so. sía
(þt. síaði), þ. e. að í fornu máli hafi eingöngu komið fyrir myndir með
hljóðgapi, en ekki myndir, sem beri vitni breytingunni ía > já (Noreen
1970:117; Sturtevant 1949:98—99).3 4 Það er þó engan veginn augljóst,
ef litið er á ofangreind dæmi. í setningunni „Oc er þetta mal var miog
kniaþ, ...“ (3) virðist mega túlka kniaþ sem tvíkvæða eða einkvæða
mynd (kníað eða knjáð). Það má líka telja líklegt, að lesa beri 3. p.
ft. knjáðu úr rithættinum kniaðv (2), en þríkvæð mynd væri *kníuðu,
og að setningin „A þingi voro kniat mal þeira, ...“ (1) hafi að geyma
3 Sem dæmi má nefna textann úr Ólafs sögu helga, þar sem sagnmyndirnar fc.vi</w,
teaðo (ti-), rœddv, tauludu, kaunnudu koma fyrir í stað kniaðv í setningunni „er þeir
kniaðv þetta mal mille sin" (Johnsen og Jón Helgason 1941:331).
4 Þess má geta, að hljóðgapið í so. sía hefur verið skýrt svo, að það hafi verið
varðveitt í þeim tilgangi að forðast samfall við sögnina sjá (Sturtevant 1949:99). Sama
skýring getur varla átt við so. knía/knjá, því að ekki er vitað til, að hætta hafi verið á
samfalli við aðra sögn með nh. *knjá.