Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 76
74
Guðrún Þórhallsdóttir
og sömuleiðis þátíðin kníða, að öllum líkindum réttilega, en auk þess
er sögnin talin hafa orðið fyrir ýmiss konar áhrifsbreytingum.
í fyrsta lagi liggur beint við að líta svo á, að hliðarmyndirnar knúði
og knýði hafi orðið til fyrir áhrif annarra veikra sagna með nafnhátt,
sem endaði á -ýja, og sérhljóðin ú og ý í þátíð. Fræðimenn á síðustu
öld gerðu sér þegar ljóst, að knúði og knýði væru áhrifsmyndir (sbr.
Sievers 1891:402; Kock 1894:434), en reyndar hefur einnig komið
fram sú hugmynd, að knýja, þt. knúði, sé sjálfstæð sögn, sem hafi verið
leidd af no. knúi (Torp 1919:300; Hellquist 1970:480). Til hægðarauka
má lýsa breytingunum svo með hlutfallsjöfnum:
nh. rýja : þt. rúði
nh. knýja : þt. X; X =knúði
nh. frýja : þt .frýði
nh. knýja : þt. X; X = knýðh
Því hefur enn fremur verið haldið fram, að áhrifsbreyting hafi orðið í
gagnstæða átt, þannig að út frá hljóðréttu þátíðinni kníði hafi orðið til ný
nútíð með rótarsérhljóðið í (Sturtevant 1949:99;8 9 De Vries 1962:321;
8 Sumir málfræðingar hafa látið nægja að lýsa tilurð þt. krtýði á þann hátt, að ý
hafi breiðzt út um beygingu sagnarinnar frá nútíðarstofninum (svo t. d. hjá Kock
1894:434), en vitanlega má benda á áhrif annarra sagna á borð við frýja. Noreen
getur þess, að einnig komi sjaldan fyrir enn aðrar þátíðarmyndir, knýjaði og kníaði
(1970:344; þar sýnd 1. p. et. knýiaþa, kníaþa). Ef svo er, má telja líklegt, að þær hafi
myndazt á hliðstæðan hátt vegna áhrifa sagna af flokki ö-sagna, sem höfðu y'-viðskeyti
(herja: herjaði, knýja: X; X = knýjaði). Myndin kníaði gæti þá einfaldlega sýnt merki
afkringingar ý, en það er þó komið undir aldri dæmanna. Reyndar hefur mér ekki
tekizt að hafa upp á þessum myndum í öðrum heimildum. í seðlasafni Orðabókar
Arnanefndar í Kaupmannahöfn koma engar þátíðarmyndir með -aði fyrir af so. knýja
‘berja, banka o. s. frv.’, en myndimar kniaðv og knÍQþv eiga við orðasambandið knjá
mál. Það gæti hugsazt, að Noreen hefði haft þessar myndir í huga og enn fremur þt.
knýaðu, en þt. kniaðv er stafsett svo í útgáfu Fornmanna sagna á texta Ólafs sögu helga
(Fomm 4:284, sbr. einnig Cleasby og Vigfusson 1969:346).
9 Orð Noreens um sögnina em fremur óljós: „knýia drángen : prat. kníþa (nach dem
anal. inf. knía diskutieren)" (1970:142). Ummæli hans um hljóðasambönd af gerðinni
*-VwV-, þar sem *w á að hafa horfið án þess að valda hljóðvarpi (*-iwi- > *-i’u- > -(-,
sbr. físl. þír ‘ambátt’ við hlið gotn. þiwi (1970:77)), benda til þess, að hér sé átt við,
að þátíðin kníða sé hljóðrétt (< *kniwiðö) og nh. knía hafi myndazt út frá henni við