Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 78
76
Guðrún Þórhallsdóttir
margfalt fleiri, og athygli vekur, að þar kemur hvergi fyrir andlagið
mál eða orð með svipaða merkingu. Sú sögn á við barsmíðar og alls
kyns ofbeldi, líkamlegt og andlegt, og áreynslu (knýja dyrr, knýja árar,
knýja e-n til e-s, o. s. frv.).
Framangreind skýring á tilurð sagnarinnar laýá gerir því skóna, að
hún hafi klofnað frá sögninni knýja, og það hafi gerzt, eftir að frum-
norræna þátíðin *kniwiðö hafði dregizt saman í kníða. Eins og rakið
var að ofan, fólst sá klofningur í eftirfarandi breytingum:
1) Út frá þt. kníði verður til nýr nútíðarstofn, nh. *knía o. s.
frv.
2) Sögnin *knía skiptir um beygingarflokk: þt. kníði —» kníaði.
3) Sögnin verður bundin við fast orðasamband: *knía mál.
4) Merking sagnarinnar *knía breytist í ‘ræða, hugleiða, rann-
saka’.
Með öðrum orðum þarf tvær áhrifsbreytingar til að breyta beyging-
unni knýja - kníði í knía - kníaði, og að auki breytist merking sagnarinnar
og notkun. í rauninni er ekki að sjá, að þessi hugmynd um tengsl sagn-
anna sé sprottin af öðru en því, að þt. kníði af knýja byrjaði á kní- og
þt. kníaði (síðar knjáði) sömuleiðis. Það er því tæplega nein knýjandi
ástæða til að ætla, að jafnólíkar sagnir og knjá og knýja eigi sameig-
inlegt upphaf. Vitanlega hefðu breytingarnar, sem voru raktar í fjórum
liðum hér að framan, ekki þurft að gerast á einni nóttu. Svigrúmið hef-
ur verið nokkrar aldir, frá því að þátíðarmyndin kníði kom fram seint
á frumnorrænum tíma og fram að varðveittum dæmum í íslenzkum
heimildum. Auk þess eru mörg dæmi um, að íslenzkar sagnir hafi orðið
fyrir áhrifsbreytingum og skipt um beygingarflokka, m. a. ýmsar veikar
sagnir með rót, sem endaði á löngu sérhljóði.10 En ef sagnimar knjá og
knýja eru bornar saman, ekki sízt merking og notkun, má telja býsna
10 Þannig koma fyrir myndir af so. flóa og glóa eftir beygingu é-sagna (þt. flóði,
glóði) og ö-sagna (þt. flóaði, glóaði). Nh. hlýja má rekja til frg. *hliwjan, en í stað
hinnar hljóðréttu þátíðar *hlíði (< *hliwiðe) koma fyrir myndimar hléði, hlœði og
hlúði. Loks varð til nýr nafnháttur, hlúa (18. öld), út frá þt. hiúði, og í nútímamáli
eru sagnimar hlýja, þt. hlýjaði (enn ein áhrifsmyndin), og hlúa, þt. hlúði, sjálfstæðar
sagnir, sem tilheyra hvor sínum beygingarflokki; hvorug hefur beygingu fomu ja-