Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 80
78
Guðrún Þórhallsdóttir
Ef litið er á þá áhrifsbreytingu, sem sögð er hafa klofið hina nýju
sögn *knía frá so. knýja (þt. glóði : nh. glóa, þt. kníði : nh. X; X =
*knía, sbr. 2.1.1), og varðveitt dæmi um knjá, sést glöggt, að hér er
á ferðinni breyting, sem gengur þvert á reglu Kurylowicz. Því verður
ekki á móti mælt, að hin gamla, hljóðrétta mynd knýja lifði áfram góðu
lífi í aðalhlutverki, en myndin *knía/knjá, sem talin hefur verið ung
áhrifsmynd, er bundin við aukahlutverk, þ. e. yfirfærða merkingu í
orðasambandinu knjá mál.
Niðurstaðan er sú, að varðveitt dæmi um sögnina knjá mæli gegn
hinni hefðbundnu skýringu á uppruna hennar sem afsprengis sagnarinn-
ar knýja, þótt rökstyðja megi þær formlegu breytingar með hliðstæðum
dæmum af öðrum veikum sögnum. Lögmál Kurylowicz eru alls ekki al-
gildur mælikvarði, sem sker úr um gildi einstakra áhrifsbreytingaskýr-
inga, en fjórða reglan felur raunar í sér almennt skynsemissjónarmið
sögulegrar málfræði, sem hæpið væri að kalla Kurylowicz höfund að.13
Hér er átt við þá viðmiðun, að einangraðar orðmyndir og afbrigðilegar
(t. d. þt. kníði) séu líklegri til að vera leifar af fornum beygingum en
ungar nýjungar; hins vegar efli áhrifsbreytingar virk beygingarmynzt-
ur, þar eð nýjar og reglulegri áhrifsmyndir (t. d. þt. knúði) nái oftar en
ekki yfirhöndinni. Sú skýring, að so. knía/knjá sé unglegt afsprengi so.
knýja, strandar á því, að það hlýtur að teljast vafasamt, að orðmyndir,
sem koma eingöngu fyrir í fjórum forníslenzkum dæmum (og einu frá
20. öld) og það í yfirfærðri merkingu í orðasambandinu knjá mál, séu
ungar áhrifsmyndir. Við þær aðstæður væri fremur von á fornlegum,
einangruðum myndum.
2.2 So. knjá sem sjálfstceð sögn affrie. rótinni *gen-‘þrýsta’
Þótt það dæmist ósennilegt, að so. knjáhafi klofnað frá so. knýja seint
á frumnorrænum tíma (eða að öðrum kosti ekki löngu eftir landnám
íslands), mætti hugsa sér, að sagnirnar væru rótskyldar. Mætti líta á
13 Það er ofmælt að kalla reglur Kurylowicz „lögmál" í ströngum skilningi og nær
lagi að tala um tilhneigingar. Fjórða reglan er sú þeirra, sem hefur þótt komast einna
næst því að verðskulda að kallast lögmál, þar eð erfiðast hefur reynzt að finna mótdæmi
gegn henni (sbr. umfjöllun í Hock 1986:210-29,234).