Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 82
80
Guðrún Þórhallsdóttir
‘klípa’ eða ‘kreista’, svo að nokkur dæmi séu tekin af merkingu orða
af þessari rót.
A þeirri tilgátu er þó sá galli, að hætt er við, að so. knjá með ein-
hvers konar áreynslumerkingu væri bundin við norrænu og ekki fengist
stuðningur við skýringuna, nema í ljós kæmi, að tilsvarandi sögn væri
til í öðru germönsku máli eða einhverju fjarskyldara. Það mælir heldur
gegn skýringunni, að það lítur út fyrir, að um slíka sögn séu engin
merki annars staðar í germönsku né í annarri indóevrópskri málagrein;
ef þessi túlkun væri rétt, hefði hún hvergi varðveitzt nema einmitt hér
— í yfirfærðri merkingu í íslenzka orðasambandinu knjá mál.
2.2.1 So. hnjá og skýringartilraunirÁsgeirs Bl. Magnússonar
Eins og áður sagði, geta hefðbundnar handbækur ekki um tengsl so.
knjá við aðrar sagnir en so. knýja og önnur orð af frie. rótinni *gen-, og
af fornmálshandbókum er ekki að sjá, að nokkur dæmi séu um sögnina
í íslenzku utan orðasambandsins knjá mál. Er rétt að athuga, hvort í
heimildumfrá seinni öldum geti leynzt yngri mynd físl. so. knjá eða að
öðrum kosti einhverjar vísbendingar um sögu þeirrar sagnar.
í íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Bl. Magnússonar (1989:349) er að
finna sögnina hnjá (18. öld) ‘baga, há, vera til trafala’, og orðasam-
böndin hnjá hnöttinn ‘nauða á, þrábiðja; hnotabítast’ og hnjá hnökkum
‘hnotabítast, deila’. Heimildir Ásgeirs eru ugglaust einkum fengnar úr
seðlasafni Orðabókar Háskólans, sem geymir nokkur dæmi um so. hnjá
og orðasamböndin, bæði í ritmálssafni (OHR) og talmálssafni (OHT).
So. hnjá í merkingunni ‘baga, há, vera til trafala’ birtist sem veik
sögn af flokki J-sagna og stýrir þágufalli (e-ð hnjáir e-m), en í dæmi
(5) að neðan gæti að vísu einnig verið þolfallsandlag:
(1) hnjáði e-u (OHT)
(2) Margt vill höltum hnjá (OHT)
(3) henni hnjáir það = háir það (OHT)
(4) ... við öðru sleni sem þótti hnjá skepnunum. (OHT)
(5) vin í raun er vest að hnjá (OHR, 18. öld)
Dæmin um orðasamböndin í seðlasafninu sýna eingöngu nafnhátt