Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 84
82
Guðrún Þórhallsdóttir
Líklegust þótti Ásgeiri sú skýring, að so. hnjá ‘baga, há, vera til
trafala’ væri komin úr físl. kná ‘þjaka, buga, svívirða’, sem hann sagði
einangraða mynd í forníslenzku skáldamáli. Uppruni væri óviss, en
sögnin hugsanlega skyld knýja og þá komin úr *knawén (1989:482).
Hér mun átt við o-stigið frg. *knaw- < frie. *gn-ou-, sbr. e-stigið frie.
*gn-eu- > frg. *kniw- í so. knýja. Þróunin físl. kná > nísl. hnjá var
að dómi Ásgeirs hljóðrétt (kn- > hn- og ý-innskot; fleiri dæmi eru
nefnd í bók Ásgeirs um /-innskot milli n og fjarlægs og/eða uppmælts
sérhljóðs, t. d. tvímyndirnar hnask og hnjask hk., hnáta og hnjáta
kvk.). Því miður hefur mér ekki tekizt að hafa upp á öðrum heimildum
um forníslenzku sögnina kná en þessum athugasemdum Ásgeirs, en af
endurgerðu myndinni *knawén í umfjöllun hans má ráða, að hér sé um
veika ö-sögn að ræða, sem er alls óskyld núþálegu sögninni 3. p. et. nt.
kná ‘getur, er fær um’ (nh. knega).14
Skoðun Ásgeirs á uppruna orðtaksins (h)njá hnöttinn birtist einna
skýrast í orðum hans um so. njá (18. öld) ‘nudda’ í orðtakinu njá
hnöttinn eða nöttinn. Hann taldi orðtakið í öndverðu stuðlað og hefði
sögnin verið skyld so. knýja og haft kn- í framstöðu eins og orðið
knöttur (*kná (< *knawén) knQttinn eða *knjá (< *knewörí) knQttinrí),
en síðar hefði sögnin blandazt so. njá ‘nugga’ og lo. njáður ‘þvældur’
(1989:670). Hér er því talið hugsanlegt, að enn ein sögn skyld so.
knýja hafi verið til, físl. *knjá (< *knewörí), sem samkvæmt þessari
endurgerð ætti að vera veik ö-sögn með e-stigið frg. *knew- (af frie.
rótinni *gen-). Hins vegar hefur Ásgeir ekki tengt so. njá og lo. njáður
‘þvældur’ við knýja, því að þessi orð eru að sögn hans e. t. v. skyld
14 Seðlasafn Orðabókar Háskólans á reyndar eitt dæmi um þt. knáði, sem formsins
vegna gæti verið af sögn með nh. *kná. Það er hins vegar úr heimild frá 18. öld,
og merkingin ‘þjaka, buga, svívirða’ virðist varla geta átt við (átta maki,/ súgs í
svaki./sunds atgjörfidknádi. (OHR); mætti e. t. v. túlka samhengið á þessa leið: ‘Átta
manna maki í volki hafsins knáði sundíþróttina’?). Að auki eru dæmi þess, að þt.
knáði komi fyrir í fomum kveðskap við hlið þt. knátti af núþálegu sögninni knega
(t. d. myndin knade í 15. aldar handriti Knýtlinga sögu, en þar segir í Eiríksdrápu
Markúsar Skeggjasonar(stafs. samr.): síðan knátti (knáði) svikfolks eyðir/snilli kendr
við DanmQrk lenda, sbr. Finn Jónsson 1912, A 1:445, B 1:415; Petersens og Olson
1919-25:166).