Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 90
88
Guðrún Þórhallsdóttir
mhþ. dien, tTen ‘gefa að sjúga’, fsæ. dia ‘sjúga, gefa að sjúga’.20 Þess-
ar hvarfstigssagnir mætti reyndar einnig leiða af frie. *dhih\-ie/o- eða
frie. *dheih\-e/o-\ þá væri hljóðréttur í norrænu nafnhátturinn *diggja,
en myndin dia hefði getað orðið til við áhrifsbreytingu. Herðingunni
(þróun hálfsérhljóðsins í físl. *diggja < frg. *dijjan < frg. *dTjan)2]
hefði getað verið útrýmt við áhrifsbreytingu út frá þeim myndum beyg-
ingardæmisins, sem urðu ekki fyrir lengingu hálfsérhljóðsins, t. d. 2.
p. et. nt. *dTj-ÍR > *dT-k > *diR (þess vegna nh. dla).
Það koma því ýmsir kostir til greina, ef endurgera á so. knía af rótinni
*gnehy á sama hátt:
1) Hvarfstig með hljóðavíxlum, nútíð án j-viðskeytis:
Frie. *gnih-i-e/o- > frg. *knijan > físl. *knía
2) Hvarfstig með hljóðavíxlum, nútíð með ý-viðskeyti:
Frie. *gnihi-ie/o- > frg. *kmjan > físl. *kniggja
Herðingu í físl. *kniggja < frg. *knijjan < frg. *kmjan hefði getað
verið útrýmt við áhrifsbreytingu t. d. vegna 2. p. et. nt. *kmj-ÍR > *km-ÍR
> *kniR (því nh. *knía).
3) Nýtt grunnstig, áný-viðskeytis:
Frie. *gneihi-e/o- > frg. *knijan > físl. *kniggja
Herðingu hefði getað verið útrýmt við áhrifsbreytingu, sbr. 2).
3.3 Hljóðskiptamynzturfrie. rótarinnar *gneh3-
í grein 3.2 voru sýndar þrjár aðferðir til að leiða sögninaknjá beint af
frie. rótinni *gnehi- ‘þekkja, vita’, sem miðuðust við, að rót sagnarinnar
hefði tekið venjulegum hljóðskiptum e-stigs og hvarfstigs í beygingu
20 Fsæ. dla kann að vísu að vera tökuorð úr þýzku (sbr. Wessén 1970:149).
21 Það er þrautalending að kalla þessa germönsku lengingu hálfsérhljóðs herðingu, en
það er þýðing á þýzka heitinu Verscharfung. Orðið herðing hefur stundum verið notað
á íslenzku og einnig verið talað um Holtzmannslögmál (sjá t. d. Jörund Hilmarsson
1988-89:35). íslenzkunin herðing er óheppileg, þar eð hætta er á ruglingi við þýzka
heitið Verhartungog enska heitið hardening, sem hafa verið notuð um önnurfyrirbæri í
indóevrópskri og germanskri samanburðarmálfræði, m. a. tilurð k-hljóðsins í innstöðu
í físl. lo. kvikr (andspænis lat. vTvus ‘lifandi’), sjá t. d. Lindeman (1987:94-98).