Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 91
„En er þeir knjáðu þetta mál... “
89
framsöguháttar nútíðar. Hins vegar má leiða rök að því, að svo hafi ekki
verið, og frumgermanskasögnin *knéjan ‘kunna’ (þ. e. fe. cnáwan, físl.
kná) er ein meginröksemdin; myndun hennar virðist ekki hafa verið
fyllilega sambærileg við nútíðina *déjan ‘gefa að sjúga’, sem sýnd var
hér að framan.
Grunnstig rótarinnar með indóevrópska sérhljóðið *e og/%-við-
skeyti, frie. *gneh^-ie/o- (sbr. fksl. znajQ), ætti að leiða til frg. *knöjan,
en ekki *knéjan, og germanska rótarsérhljóðið *é þarfnast skýringar.
Reynt hefur verið að skýra það sem germanskt fyrirbæri, kalla það fram
innan germönsku við áhrifsbreytingu í beygingu svokallaðra verha
pura, sagna með rót, sem endaði á löngu sérhljóði á frumgermönskum
tíma. Þannig hafi frg. sögnin *knöjan lagað sig að beygingu sagna á
borð við *séjan ‘sá’ og þegið þaðan nútíðarsérhljóðið *é, en sagnirnar
áttu þátíðarsérhljóðið *ö sameiginlegt (1. p. et. þt. (perf.) *se-zö: nh.
*séjan, 1. p. et. þt. *ke-knö: nh. X; X = *knéjan, sbr. Meid 1971:82;
Bammesberger 1986:61; Jón Axel Harðarson 1993:80). Reyndar er
vandséð, að bein þörf hafi verið á slíkri breytingu, því að aðrar tvö-
földunarsagnir með sérhljóðið *ö í nútíð og þátíð hafa varðveitt það
mynztur, sbr. frg. *rðjan, 1. p. et. þt. *re-rö > físl. róa, rera\ einnig
hefur físl. blóta < frg. *blötan varðveitt *ö í nútíð.
Aðrir hafa litið til þess, að vitneskja er um þanstig rótar þessarar
sagnar í öðrum málum en germönsku, og rakið uppruna sérhljóðsins *é í
frg. *knéjan aftur til indóevrópska frummálsins, en *knéjan má rekja til
frie. nútíðarstofnsins *gnéhT,-ie/o-.22 Þannig túlkaði Peters germönsku
nútíðina sem /-afleiðslu af indóevrópskum rótaraorist með rótbundna
áherzlu (3. p. et. frie. *gnéh?,-t, Peters 1980:314), en Jasanoff leiddi
hana af nútíð með s-viðskeyti og rótbundna áherzlu (frie. *gnéh^-s-,
Jasanoff 1988:238). Sérhljóðið *é í myndum af frie. rótinni *gnehi- í
ýmsum indóevrópskum tungum vekur nefnilega grunsemdir um, að í
sagnbeygingunni hafi komið fyrir svokölluð „Narten-hljóðskipti“, þar
22 Endurgerðinfrg. *knéjan< frie. *|néá3j%-erbyggðá„lögmáliEichners“,þeirri
skoðun, að barkaopshljóðið (hér *h/) hafi ekki breytt hljóðgildi langa sérhljóðsins *é
í ffummálinu, og hafi *é þá varðveitzt fram til germansks tíma (sbr. Eichner 1973:72;
Jasanoff 1988:227 o. áfr.).