Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 92
90
Guðrún Þórhallsdóttir
sem skiptist á þanstig (*é) og grunnstig (*e) og áherzla er bundin
við rótaratkvæðið, en hvarfstig kemur ekki fyrir.23 Auk ofangreindra
kosta, sem Peters og Jasanoff hafa bent á, mætti einfaldlega afgreiða
sögnina *knéjan þannig, að hún væri indóevrópskur arfur, erfð ie/o-
nútíð með þanstigi (frie. *gnéhj-ie/o-).24 Einnig mætti líta svo á, að
við upprunalega „Narten-nútíð“ (3. p. et. *gnéh-i-ti, 3. p. ft. *gnéhi-nti)
hefði síðar verið aukið viðskeytinu *-ie/o-. Þá er ótalinn sá kostur, að í
indóevrópska frummálinu hafi verið til /-viðskeytt nútíð með „Narten-
hljóðskipti“ (Jasanoff 1988:238), þ. e. mynztrið nt. et. *gnéhi-i- : nt.
ft. *gnehyi-, sem skýrir tilurð germönsku og slavnesku sagnanna (frie.
*gnéhi-ie/o- > frg. *knéjan, sbr. fe. cndwan, físl. kná, frie. *gnehi-ie/o-
> fksl. znajQ).
3.4 Myndun so. knía
Nú mætti draga þá ályktun, að þær tillögur um myndun so. knía
með indóevrópsku hvarfstigi rótar, sem raktar voru í lið 3.2, samrýmist
illa hugmyndum um, að í nútíð sagnarinnar hafi í öndverðu eingöngu
komið fyrir frie. sérhljóðin *é og *e. Á hinn bóginn er óþarft að líta
svo á, að skyldleiki sagnanna frg. *knéjan og físl. knjá sé þess vegna
óhugsandi.
í fyrsta lagi er á það að líta, að algengt er, að hvarfstigsmyndir hafi
stungið sér inn í beygingardæmi með „Narten-hljóðskipti“. Eitt fræg-
asta dæmið um slíkt er nútíð frie. rótarinnar *steu- ‘lofa’ í vedískri
sanskrít, en þar hefur nútíð fleirtölu tekið upp hvarfstigsmyndina 3. p.
stuvanti í stað hljóðréttu <?-stigsmyndarinnar *stávati, sem búast mætti
við í „Narten-beygingardæmi“ (frie. 3. p. et. *stéu-ti > skr. stáuti,
23 Þess konarhljóðskiptamynzturdregurnafn af því, að JohannaNarten vakti athygli
á því árið 1968 (sjá Narten 1968). f lýsingum á indóevrópskum áherzlumynztrum fer
ég að dæmi JörundarHilmarssonar og nota íslenzk nýyrði, kalla áherzlu rótbundna (e.
acrostatic), ef hún er á rótaratkvæði í öllum myndum beygingardæmisins, en jaðarleitna
(e. amphikinetic), ef hún er ýmist á rót eða endingu innan sama beygingardæmis (sjá
Jörund Hilmarsson 1988-89:37-38).
24 Að sjálfsögðu ber að hafa í huga, að ie/o-nútíð var virk myndun í germönsku
og baltó-slavnesku málakvíslunum og því er engan veginn nauðsynlegt að taka þá
skýringu, að frie. *gnéhyie/o- sé upprunaleg mynd, fram yfir aðrar.