Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 104
102
Krístján Arnason
í tali er mun grófari en taktur í venjulegri tónlist. Tónlistin býr yfir
háþróuðu kerfi takttegunda, sem eykur enn á fjölbreytileik tónmálsis,
en tónarnir í tali tengjast miklu einfaldara kerfi. „Slögin“ sem tónamir
tengjast eru gjama talin vera tvenns konar. Annars vegar er gert ráð
fyrir að þau atkvæði sem sterkust em í segðunum, áhersluatkvæðin,
fái tóna sem geta verið eftir atvikum háir eða lágir, eða tvítónar. Hins
vegar er gert ráð fyrir að segðirnar búi yfir tilteknum mörkum og að
þar séu einnig settir tónar sem em háir eða lágir (og jafnvel tvítónar)
eftir atvikum. Eftir því hvort tónarnir tengjast áherslu eða mörkum er
þá ýmist talað um áherslutóna (e. pitch accents) eða markatóna (e.
boundary tones).
I þeirri greiningu sem lýst verður hér á eftir geri ég ráð fyrir að í
íslensku (nánar til tekið þeirri íslensku sem ég tala) séu tveir áherslu-
tónar, báðir tvítónar. Þannig geri ég ráð fyrir HL tóni sem felst í því
að farið er upp á áhersluatkvæðinu (þ.e.a.s. ef aðdragandinn er á til-
tölulega lágum tón) og niður strax á eftir. Hinn tónninn, sem tákna má
sem LH, er aftur á móti þess eðlis að áhersluatkvæðið er á lágum tóni
og hækkun fylgir strax á eftir. Markatónarnir sem ég geri ráð fyrir em
tveir, og að sjálfsögðu er annar hár en hinn lágur. Rétt er að taka það
fram að þessi greining er frumraun og má fastlega gera ráð fyrir að hún
standi til bóta.
Eins og þegar er vikið að má segja að sú aðferð sem hér er lýst
sé hrein hljóðkerfisfræði í þeim skilningi, að frekar er horft til hinna
hljóðkerfislegu aðgreininga en beint á samband hljóðs og merkingar.
Þetta er í raun og veru alveg það sama og venjulega er gert í umfjöllun
um aðra þætti málsins. í 20. aldar málvísindum er jafnan gert ráð fyrir
að formun málsins (atríkúlasjón) sé tvöföld. Annars vegar hefur málið
merkingargreinandi einingar eins og fónem og aðgreinandi þætti og
hins vegar merkingarbærar einingar eins og orð og setningar. Ljóst er
að tónfallsform geta haft merkingu, eða a.m.k. haft áhrif á merkingu
setninga, en gmndvallarhugmynd þess kerfis sem hér er stuðst við er
sú að í tónfallskerfum, jafnt sem öðrum hlutum hljóðkerfisins, sé sam-
bandið milli merkingar og útlits óbeint. Tónarnir sem við notum eru
merkingargreinandi einingar, þ.e. sem slíkir hafa þeir ekki merkingu,