Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 106
104 Kristján Árnason
tónfallsforminu HL:„viðbót“ er um að ræða einfalda fullyrðingu:
(2) The HOUSE is burning
Þessi tónlína rís hæst á orðinu house, sem hefur að geyma kjarnaat-
kvæði segðarinnar, og lækkar síðan. Sé hins vegar notuð línan HLH:
„val“, þ.e. þegar byrjað er hátt uppi á greininum the og farið niður og
svo aftur upp, er merkingin sú að það sé verið að velja þessa setningu úr
hópi fjölda annarra sem hægt væri að segja við tilteknar aðstæður. Það
væri til dæmis hægt að nota þessa setningu sem svar við þreytulegri
fullyrðingu um að ekkert sé að gerast. Nafngiftin „val“ er þá réttlætt
með því að þarna sé „valinn“ einn af þeim möguleikum sem fyrir hendi
eru, í þessu tilviki til að „lífga“ upp á tilveruna. Þegar notuð er línan
LH: „prófun“, þ.e. þegar byrjað er lágt á orðinu house og farið upp, er
setningin hins vegar orðin að spurningu. Nafnið „prófun“ (en ekki bara
,,spuming“) er valið á þetta tónfallsform vegna þess að það er notað
við fleiri aðstæður.
Þótt í þessari grein sé stuðst við hina „amerísku" aðferð er ekki
þar með sagt að hin sé ónýt, og aðferðirnar duga kannski hvor með
annarri. Ég mun sem sé tala um tóna frekar en laglínur, án þess þó
að ég haldi því fram að íslenskt tónfall búi ekki yfir laglínum eða
tónfallsmorfemum eins og þeim sem stungið hefur verið upp á fyrir
ensku. Það er þvert á móti mjög líklegt. Við getum sagt að byrjað sé á
að greina „tónfallsfónemin“, hinar merkingargreinandi einingar, áður
en hinar merkingarbæru em teknar fyrir.
Annað atriði sem hafa ber í huga við lestur þessarar greinar er að það
má ganga að því sem vísu, að mállýskumunur sé í tónfallskerfi íslensk-
unnar, ekki síður en öðrum hlutum málkerfisins. T.a.rn. hefur verið bent
á það að það geti verið munur á sunnlensku og norðlensku tónfalli í
vissum atriðum. Tónfall sem fylgir dæmigerðri notkun setninga eins
og:
(3) Hann ætlaði alveg að gefa sig
getur verið breytilegt eftir því hver segir. Norðlendingur gæti sagt: