Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 107
Tilraun til greiningará íslensku tónfalli
105
(4) Hann ætlaði alveg að GEFA sig
LH H%
og endað uppi, en Sunnlendingur gæti sagt:
HL L%
og endað niðri. Ég gef mér að merkingin sé hin sama, þ.e. það er lögð
talsverð tilfinning í frásögnina, jafnvel undrun eða góðlátleghneykslun.
Ég hef sett hugsanlega greiningu með hjálp stafrófs tónfallsfræðinga
í dæmin og geri ráð fyrir að í norðlenska dæminu sé notaður LH
áherslutónn og honum fylgi hár lokatónn, sem táknaður er sem H%. í
sunnlenska dæminu lít ég svo á að áherslutónninn sé HL, þ.e. lækk-
unartónn, og þessum lækkunartóni fylgi lágur lokatónn. Gert er ráð
fyrir að hægt sé að greina tónana sem slíka með sömu táknum í báðum
mállýskum, þ.e. HL og LH eru tvær hliðstæðar einingar, og á sama hátt
séu markatónarnir hliðstæðar einingar. Munurinn er þá á því hvernig
tónlínunum er beitt og því hvað þær merkja, í hvorri mállýskunni fyr-
ir sig. Þetta getur valdið misskilningi eins og því að Sunnlendingum
finnst stundum að Norðlendingar séu stuttir í spuna eða reiðir án þess
að svo sé. Það skal þó tekið skýrt fram að hugsanlegt er að greina beri
muninn á norðlensku og sunnlensku á einhvern allt annan hátt en hér
er stungið upp á, og bíður það frekari rannsókna.
Auk þess sem mállýskumunur er sýnilegur, geta tónfallsform verið
persónubundin og verður athugun á slíkum hlutum einnig að bíða betri
tíma, en eins og áður segir eru þessar athuganir að mestu byggðar á
eigin framburði.3
3 Tónfallið hef ég að mestu greint eftir eyranu, en leitað staðfestingar á því sem mér
hefur heyrst með því að greina sumar segðirnar í hljóðrannsóknakerfinu Signalyze.
Eg þykist hafa þjálfað sjálfan mig til þess að greina tónfallsformin all-vel og fengið
staðfestingu annarra hljóðfræðinga á því sem mér hefur heyrst. Meðal þeirra sem ég vil
þakka fyrir hjálp af þessu tæi eru: Bob Ladd, Alan Kemp og Gunnar Ólafur Hansson.
Þess ber þó að geta, að langt er frá því að hægt sé að segja að fundin sé einföld og traust