Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 108
106
Kristján Árnason
2. Um áherslur og mörk
Þar sem gert er ráð fyrir að tónarnir sem mynda tónlínuna séu tengdir
annars vegar áherslum og hins vegar mörkum, felst greining á íslensku
tónfalli að hluta til í því að greina hvar þessar áherslur koma og hvar
mörk eru sett. Ekki gefst hér rúm til að fjalla um þetta til nokkurrar
hlítar og að hluta má vísa til greina sem ég hef skrifað um þetta efni
áður (Kristján Árnason 1983, 1985) og rita sem þar er vitnað til. Ég
mun þó fara um þetta nokkrum orðum hér.
Þegar hugað er að áherslu sem hljóðkerfislegu fyrirbrigði kemur
óðara að grundvallarspurningu sem málfræðingar hafa svarað á mis-
munandi hátt og óhætt mun að segja að óvissa ríki um, en það er
samband hljóðkerfishluta málsins við orðhluta og setningahluta þess.
Hugmyndir manna um samband setningagerðar (syntax) og orðgerðar
(morfólógíu) annars vegar og hljóðkerfis hins vegar hafa verið með
ýmsu móti á undanförnum áratugum, og margt verið um það rætt.
Almennt má segja að tvenns konar hugmyndir hafi verið uppi í tengsl-
um við svokallaða málmyndunarfræði eða málkunnáttufræði, eins og
genaratív málfræði er stundum nefnd á íslensku. Annars vegar hafa
menn hugsað sér að sá hluti málkerfisins sem hefur með hljóðafar að
gera „túlkaði“ það sem hinir hlutarnir „gæfu frá sér“. Hins vegar er
hægt að gera ráð fyrir því að þessi kerfi, annars vegar setninga- og
orðhlutakerfi og hins vegar hljóðkerfi, séu óháð hvort öðru, en að milli
þeirra sé skilgreint samband, sem í raun er sambandið milli merkingar
og útlits.
Ég hef haft tilhneigingu til þess að hallast að síðarnefndu líkingunni,
og mun ganga út frá henni í þessari grein. En þótt kerfin séu aðskilin, er
sambandið á milli þeirra ekki algerlega frjálst, og oftar en ekki er hægt
að finna reglur sem segjat.a.m. fyrirum hljóðafar á grundvelli orðhluta-
legra eða setningalegra þátta. Oft virðist svo sem beygingarreglur og
orðmyndunarreglur segi beint fyrir um hljóðlögmál eða hljóðbyggingu,
og hafa þær reglur verið kallaðar morfófónemískar reglur á erlendum
tungumálum (hljóðbeygingarreglur á íslensku ef um er að ræða tengsl
leið til að varpa hljóðfræðilegri greiningu, hvort sem hún er gerð með hjálp tækja eða
með eyranu, yfir til hljóðkerfislegrar greiningar. Og „allt orkar tvímælis þá gert er“.