Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 112
110
Kristján Árnason
Ef sagt er t.a.m:
(12) a. Bóndinn á Rauðá SLASAÐIST í gær
b. Bráðum verður Stína FERMD
eru það sagnorðin sem eru sterkari í því sem virst gæti eðlilegt sam-
hengi. Ef áhersla væri sett á nafnorðin:
(13) a. Bóndinn á RAUÐÁ slasaðist
b. Bráðum verður STÍNA fermd
fá stórletruðu orðin það sem kallað hefur verið andstæðuáhersla, sem
sé, þarna er verið að benda sérstaklega á bóndann á Rauðá og Stínu,
en það þýðir aftur að það er „eðlilegra“ að hafa áhersluna á slasaðist
og fermd.
Dæmin í (13) leiða einmitt hugann að annarri orsök þess að kjarnaat-
kvæði verður ekki síðast í tónfallslotu, en það er svokölluð andstæðu-
áhersla. Hugtakið andstæðuáhersla (e. contrastive stress), sem oft hefur
verið notað í umræðu um áherslu, hefur meðal tónfallsfræðingaog ekki
síðurþeirra sem fást við upplýsingabyggingu setninga, í seinni tíð haft
tilhneigingu til að víkja fyrir hugtakinu fókus, sem e.t.v. mætti kalla
miðun. í stað þess að segja að andstæðuáhersla sé á tilteknu orði væri þá
sagt að á það sé miðað. Það sem hér er átt við er að upplýsingarnar sem
orðið eða orðasambandið flytur séu einhvers konar (þunga)miðja þess
sem segja á með setningunni, en annað sé einhvers konar bakgrunnur.
Hugtakið miðun er að sjálfsögðu merkingarlegt frekar en orðhlutalegt,
setningarlegt eða hljóðkerfislegt, og til eru ýmis önnur meðul til þess
að miða á tilteknar upplýsingar. Ýmsar umorðanir eru oft notaðar í
svipuðum tilgangi, eins og t.a.m. þegar sagt er:
(14) Það er Stína sem verður bráðum fermd
þar sem miðað er á Stínu.5 Eins er oft talið að viss atviksorð hafi sams
konar áhrif. T.a.m. orðasambandið afturá móti og atviksorðið jafnvel.
Þegar sagt er:
5 Þetta hefur verið kallað clefting á ensku, en mér er ekki kunnugt um að til sé
íslenskt orð um þetta.