Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 114
112
Kristján Arnason
orð sem stendur síðast í setningu. Þegar það gerist verða mörkin sem
tengjast miðuninni þau sömu og þau sem tengjast tónfallslotunni. Með
öðrum orðum, þarna er tvíræðni á ferðinni. Styrkur síðustu liðanna í (6)
gæti þá hvort heldur sem er táknað miðun á alla seninguna eða miðun á
síðustu orðin. Við höfum sem sé enn eitt dæmi þess að málkerfið býður
upp á margræðni. Raunar er líklegt að miðun á síðasta orðið fylgi jafnan
meiri styrkur en víðri miðun, og er það efni til frekari rannsóknar.
Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um nokkra þætti sem stjórna
því hvar þeir tónar koma sem byggja upp íslenskt tónfall, þ.e.a.s. rætt
hefur verið um það hvar setningaráhersla lendir, og lauslega hefur
verið fjallað um hljóðkerfislega stofnhlutagerð og það hvar mörk koma
í segðum. Margt fleira mætti um þetta segja, en nánari umfjöllun verður
að bíða betri tíma. Það sem hér hefur verið sagt ætti þó, með því sem
hér skal tíundað á eftir um einkenni tónanna, að nægja til þess að skýra
hvernig hugsanlegt er að búa til heildstæða lýsingu á íslensku tónfalli.
3. Áherslutónar
Víkur þá sögunni að tónunum, og skal byrjað á áherslutónunum.
Eins og áður sagði geri ég ráð fyrir að í mínu máli séu a.m.k. tveir
áherslutónar. Þessir áherslutónar koma á sterka liði í setningum, eða
réttara sagt: segðum. Kjarnaatkvæði bera þessa tóna, en einnig geta
tónar af þessu tæi komið fram á öðrum atkvæðum sem hafa einhvers
konar aukaáherslu, þótt hún sé ekki sú sterkasta í tónfallslotunni.
Fyrri aðal-tónninn sem ég ætla að fjalla um er HL-tónn. Það sem
einkennir hann er hár tónn á áhersluatkvæðinu, og honum fylgir snögg
hreyfing niður á við á atkvæðinu á eftir. Þessi hreyfing niður á við getur
lent á áherslusérhljóðinu, ef það er langt, en teygist gjama aftur í sam-
hljóðið á eftir ef sérhljóðið er hljóðkerfislega stutt. Niðursveiflunni er
alla jafna lokið þegar kemur að næsta sérhljóði á eftir áhersluatkvæð-
inu. Þennan tón nota ég gjarna í einföldum fyllyrðingum eins og (17)
þar sem tónhæðarbreytingar eru sýndar með línu fyrir ofan setninguna:
(17) Þarna er DÍSA komin
HL L%