Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 119
Tilraun til greiningar á íslensku tónfalli
117
síðan lækkar tónninn hratt, og á næstu tveimur atkvæðum er lágur
tónn, en á síðasta atkvæðinu kemur svo hækkun, sem nær því þó ekki
að komast eins hátt og tónninn á fyrsta atkvæði orðsins. Þetta má vel
greina sem HL tón á fyrsta atkvæðinu í skemmtilegur og háan lokatón
á því síðasta.
Áðan var stungið upp á því að lágur lokatónn táknaði að segðinni
væri lokið, og þá virðist liggja beint við að telja að hár lokatónn sé
notaður þegar einhverju þarf að bæta við það sem sagt er. Og þetta
virðist ganga nokkuð vel upp, því merking segðarinnar í (27) er sú að
þótt það sé viðurkennt að Jón sé skemmtilegur, má ýmislegt fleira um
hann segja, og það kannski misjafnlegajákvætt. Svipaðir hlutir virðast
vera á ferðinni í setningum eins og:
(28) Þótt Jón sé góður í SUNDI, I (er hann afleitur í fótbolta)
H LH H%
Eins og sjámáaf línunni sem gefin er, byrjar viðurkenningarsetningin
á því að tónninn hækkar upp frá samtengingunni til frumlagsins Jón.
Síðan lækkar tónlínan og helst lág aftur að áhersluatkvæðinu í sundi, og
þá kemur tiltölulega snögg hækkun. Hækkunina á orðinu sundi mætti
e.t.v. rekja til LH áherslutóns, en það kemur líka til greina að rekja hana
til hás markatóns. Raunar hef ég gert ráð fyrir því í greiningunni sem
skrifuð er fyrir neðan í (28), að um sé að ræða bæði LH tón og háan
lokatón. Þetta kemur heim við það að hækkunin á síðasta atkvæðinu
í sundi helst, jafnvel þótt setningaráherslan sé færð framar, eins og í
(29), þar sem andstæðuáhersla er á Jón. Þetta gildir hvort heldur um er
að ræða LH tón eins og í (29a) eða HL tón eins og í (29b):
(29) a. Þótt JÓN sé góður í sundi, (er Stebbi afleitur)
LH H%
b. Þótt JÓN sé góður í sundi, (er Stebbi afleitur)
HL H%
Eins og sést af tónlínunum og greiningunum sem skrifaðar eru fyrir
neðan virðist svo sem áherslutónnin á Jón geti verið hvort heldur sem