Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 123
Tilraun til greiningar á íslensku tónfalli
121
(33)
Einu sinni voru KARL og KERLING sem áttu sér
einn STRÁK og eina KÚ.
Hér fara topparnir sem fylgja áherslutónunum stiglækkandi og síðasti
áherslutónninn á KÚ getur þá orðið býsna lágur, þótt eðlilegt virðist að
greina hann sem H-tón. Við upphaf nýrrar málsgreinar má svo gera ráð
fyrir að tónninn verði tekinn ofar, en komi aðrir áherslutónar á eftir,
kemur fram lækkun fram að næstu lotuskilum. Rétt er að taka það fram
að það tónfallsform sem ég geri ráð fyrir hér myndi e.t.v. ekki flokkast
sem góður upplestur. Það myndi vafalaust þykja líflegra að nota HL tón
t.a.m. á kerling. Sú hækkun sem því fylgdi myndi brjóta upp tónfallið
í þessari löngu romsu, sem vel má telja að sé full-löng til að úr henni
verði gerð ein lota með sí-lækkandi áherslutónum. Ljóst er að lækkun
sem þessi getur ekki haldið áfram endalaust. Ekkert skal hér fullyrt
um orsakir tónlækkunar, en svipuð lækkun á tónum á sér stað milli
orðtóna innan sama orðs í tónamálum. Eitt einkenni sem menn hafa
veitt athygli er það að þessi lækkun virðist ekki síst eiga sér stað þegar
um er að ræða röð af HL tónum. Áhrifanna virðist t.a.m. síður gæta
þegar fram kemur röð af liðum sem enda á háum tónum, ekki síst ef til
greina kemur að greina háa partinn sem lokatón.
Þetta sést meðal annars með örlitlum samanburði á upptalningum
eins og í (34) og (35). í opnum upptalningum eins og (34) virðist ekki
verða nein tónlækkun:
(34) Einn, tveir, þrír, fjórir ... tíu
Hér halda tónarnir fullri hæð, þangað til kemur að lokum upptaln-
ingarinnar, en þá er farið niður og endað á tónlínu sem greina má sem
HL tón að viðbættum lágum lokatóni. Meðan á talningunni stendur og
ekki er séð fyrir endann á því hversu löng hún verður, endar hver liður á
háum tón, og það er eins og þessi hái tónn komi í veg fyrir að lækkunin
eigi sér stað. Hins vegar virðist svo sem þegar vitað er hver útkoman
verður, lækki tónarnir hver af öðrum. Þannig verður tónlækkun í (35)