Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 130
128
Kristján Árnason
(43) Jón er SKEMMTILEGUR
Hér gæti virst freistandi að segja að tónlínan á orðinu skemmtilegur,
sem byrjar uppi og fer síðan niður og svo upp í lokin, sé HL áherslutónn
að við bættum H% lokatóni. Ef farið væri eftir „bókstaflegu" hlutverki
(eða merkingu) tónanna myndum við segja að áherslutónninn væri
bara venjulegur áherslutónn og markatónninn væri notaður, því von
væri á framhaldi. Þetta væri hið „bókstaflega“ hlutverk eða „merking“
tónlínunnar. En eins og fram hefur komið er merkingin þveröfug, eða
írónísk. Eins og reynt er að sýna með línunni yfir setningunni er sú
lokahækkun sem þarna á sér stað heldur minni en í (27), þar sem fullyrt
er að Jón sé skemmtilegur, þótt ýmislegt fleira megi um hann segja.
Það er því ekki augljóst að þarna sé á ferðinni venjulegur hár lokatónn.
(Ekki er fjarri því að á eftir þessari síðustu hækkun geti komið örlítil
lækkun í blá-lokin.) Við skulum segja að þessi tónlína væri sett við
setningar eins og:
(44) a. Þarna kemur STÍNA
b. STÍNAerkomin
Hér er merkingin eitthvað í áttina við: ‘Það var svo sem ekki að spyrja
að því að hún léti sjá sig, eins skemmtileg og hún er, eða hitt þó heldur’.
Hér er aftur á ferðinni neikvæður tónn. Segðin í (44b) er sú sama og
í (40) nema hvað tónsveiflurnar allar eru minni. Sé þetta borið saman
við (40), sem greint var með HL áherslutóni og H lokatóni og virðist
hafa jákvæða merkingu, mætti hugsa sér að þessi „minnkaði" HLH tónn
hefði merkingu eitthvað í áttina við: ‘mótsögn, kaldhæðni’. Hugsanlegt
væri að þessi merkingarlýsing og það að tónlínan virðist ekki vera
alveg sú sama og sú sem við höfum greint sem venjulegt samband HL
tóns og hás lokatóns dygði til að réttlæta það að gera ráð fyrir föstu
tónasambandi, þ.e. HLH sem „tónfallsorði". Varla er þó ástæða til að
taka það fram að þessi mál þarfnast nánari athugunar áður en hægt
verður að slá nokkru föstu, og vafalaust em fleiri tónfallsmynstur þess