Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 139
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
137
-i í 1. p. et. nt. fh., en hafa flestar /-hljóðvarp gegnum alla beyginguna
og hafa flestar eða allar beygingarendinguna -t í sagnbót.
É-sagnir eru yfirleitt áhrifslausar en þó eru nokkrar þeirra áhrifssagn-
ir, a.m.k. í nútímamáli, t.d. trúa. Sumir telja að áhrifsleysið hafi a.m.k.
upprunalega verið hreint viðbótar- eða aukaeinkenni (t.d. Wagner 1956:
161); önnur sameiginleg einkenni séu mikilvægari, einkum sameigin-
legur merkingarþáttur sem felst í því að é-sagnir túlki ástand, nánar
til tekið tilfinningar- eða háttarástand (og hneigist þar af leiðandi til
að vera áhrifslausar). Annað atriði sem flestar handbækur telja til ein-
kenna á ú-sögnum er að þær séu flestar stuttstofna. Það er ekki alls
kostar rétt miðað við vesturnorrænt ritmál, þótt svo kunni að hafa verið
í upphafi (og þá einkum að því er varðar óafleiddar (‘prímerar’) sagn-
ir), því að margar á-sagnir eru í reynd langstofna, svo sem: (með löngu
sérhljóði) drúpa,flóa, grúfa, húka, kaupa, klígja, stúra, tóra, trúa (nafn-
leidd af trú), váfa\ (með löngu samhljóði eða samhljóðaklasa) glotta,
horfa, skolla, skorta (nafnleidd af skortr), tolla, ugga (e.t.v. nafnleidd af
uggr); segja, þegja eru langstofna í nt. en stuttstofna í þt. (sbr. Heusler
1950:15).
Eins og áður segir er það stundum nefnt sem enn eitt einkenni é-sagna
að þær taki /-hljóðvaipi í viðtengingarhætti þátíðar, þar sem slíkt var
mögulegt. Ekki er alltaf ljósthvortfræðimenn, sem umþettafjalla, telja
hljóðvarp hafa verið algilt í fornu máli, en stundum er látið að því liggja.
Wimmer (1885:77) segir t.d. um é-sagnir (í íslenskri þýðingu Valtýs
Guðmundssonar): „1. pers. eint. í nút. framsh. endar á i, en þó verður
eigi hljóðvarp nema í þát. viðtengh.“ Hann tekur síðan nokkur dæmi
sem öll hafa /-hljóðvarp í vh. þt„ þar sem því yrði við komið. í nmgr.
á næstu bls. segir síðan um nútímamálið: „Viðtengh. í þát. hefir nú í
sumum sögnum hljóðv., en í sumum ekki.“6 Janez OreSnik (1971:162)
orðar það svo, að hefðbundin skoðun málfræðinga—sem hvergi hafi þó
verið sett fram svo hann viti — sé að hljóðvarpslaus vh. þt. af sögnum
eftir 3. beygingu sé undantekning, og einungis hljóðverptur vh. þt. af
sögnum af þessu tagi megi teljast reglulegur. Hann bendir á að ef menn
6 Skáletrun mín (V.Ó.). Athugasemdir um nútímamálið í þessu riti Wimmers eru frá
þýðandanum komnar, sbr. inngang.