Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 140
138
Veturliði Óskcirsson
standa á þessari skoðun sé komin upp sú staða að undantekningarnar
séu miklu fleiri en reglulegu myndirnar, í raun líklega fleiri en allar
sagnir í einum flokki veikra sagna,y'o-sagna.
Raunin er sú að dæmi um é-sagnir sem taka hljóðvarpi í vh.þt. eru fá
og óregluleg. Og reyndar hefði fremur mátt búast við að hljóðvarp yrði
ekki, þegar hljóðafar é-sagna og sennileg virkni /-hljóðvarps er höfð í
huga. Lítum á nokkur atriði sem varða /-hljóðvarp eða vöntun þess í
öðrum flokkum veikra sagna:
(a) í fh.þt. ia-sagna varð ætíð /-hljóðvarp í rót, þar sem skilyrði
voru fyrir hendi, fyrir áhrif frá i í stofni7 í frumnorrænu: 1.
p.et.fœrða < * jori-ð-ö
(b) í fh.þt. ja-sagna varð ekki hljóðvarp, þrátt fyrir stofnlægt
i: 1. p.et. krafða < *krafi-ð-ó
(c) í vh.þt. ja-sagna varð ætíð hljóðvarp: 1. p.et. krefða <
*krafi-ð-jó, eins og í vh.þt. ia-sagna:/œn3a < *föri-ð-jð
(d) í ð-sögnum var ekkert stofnlægt i og þar varð ekkert
/-hljóðvarp í rót, ekki heldur í vh. þt.: 1. p.et. kallaða <
kallö-ð-jo
Þetta sýnir:
1) að i í stofni nægði ekki alltaf til að valda hljóðvarpi, en
þegar i/j-ending viðtengingarháttar þátfðar bættist við
varð hljóðvarp
2) að annað hljóð en i á milli rótarsérhljóðs og i/j í
viðskeyti, t.d. ö, kom í veg fyrir hljóðvarp
Á meðan stofnsérhljóð é-sagna hélst enn hefði það á sama hátt átt
að koma í veg fyrir hljóðvarp af völdum i/j-endingar vh.þt., og þannig
hefði mátt búast við t.d. 1. p. et. vh.þt. *dugé-ð-jö > *dugða en ekki
dygða. En staðreyndin blasir við, stundum verður hljóðvarp.
7 Þ.e. seinna sérhljóði í stofni, í skandinavískum handbókum oft nefnt „mellem-
vokal“, „mellomvokal“ (Brdndum-Nielsen 1971:410, Iversen 1961:129) eða „binde-
vokal“ (Iversen 1961:135).