Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 143
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
141
Sumar þessara sagna koma aðeins fyrir í einni beygingarmynd, t.d.
fjá (aðeins í lh. þt. fjáðr)\ gljá (aðeins í nh. og lh. nt.), stúpa (aðeins í
nh.) — og raunar er afar vafasamt, svo ekki sé meira sagt, að ákvarða
beygingu sagna eingöngu út frá nh. eða lh. nt.; um uppruna annarra eru
fræðimenn ósammála (t.d. fjáu)\ hvorugt kemur þó að sök í þessari
rannsókn. Torvelt er að sjá hvort flóa ‘flæða’ hefur í öndverðu verið é-
sögn eða ó-sögn, þar sem næg dæmi eru um hvoratveggju beyginguna;
á seðlum AMKO er nt. et. flóar (ó-beyg.) algengari en flóir, en hins
vegar er þt.flóði (é-beyg.) algengari en flóaði. Eitthvert elsta dæmið, þt.
flóði, er rímbundið í 53. vísu Atlamála hinna grænlensku (sjá Lexicon
Poeticum, bls. 142), og bendir það til fyrri kostarins.
Nokkuð er misjafnt hvaða sagnir hafa verið taldar til þessa flokks
í handbókum um vesturnorrænt mál; venjulega eru sömu 10-20 sagn-
irnar tilgreindar en aðrar eru nefndar á víð og dreif í ýmsum ritum.
Fræðimenn greina ekki ætíð á milli upprunalegra á-sagna og síðar til-
kominna sagna innan 4. beygingar í fornu máli, og eru þá stundum
settar undir sama hatt ó-sagnir og sagnir úr öðrum flokkum veikra og
jafnvel sterkra sagna, sem dæmi eru um að hafi tekið upp ó-beygingu
að hluta eða öllu leyti. Nokkrar slíkar voru taldar í 1. kafla hér að
framan, en við má bæta sögnunum Ijá og tjá (eldra léa, téa) sem upp-
runalega voru sterkar sagnir (sbr. got. leihwan, ga-teihan) og stundum
eru athugasemdalaust taldar upp um leið og ó-sagnir (þannig t.d. hjá
Flom 1921:291 og Bandle 1956:421). Loks má nefna að fyrir kemur
að /íz-sagnir séu taldar með ó-sögnum, væntanlega fyrir aðgæsluleysi
vegna þess hversu lík beyging þessara tveggja flokka er (þannig t.d.
ríkja (af lo. ríkr) og sœma hjá Flom (1921:291), leiga (nísl. leigja)12
hjáBandle (1956:422)).
sem hér eru taldar til é-sagna er umdeildur og t.a.m. er líklega vafasamt að telja já og
ját(t)a upprunalegar í þessum flokki.
11 T.d. Iversen (1961:129) og Noreen (1923:342) = ó-sögn; Krahe (1967:249), Feist
(1939) og de Vries (1961) = é-sögn.
12 Noreen telur „leiga, spiiter leigia“ vera /a-sögn, en ÁBM (bls. 552) virðist líta
öðruvísi á og telja þetta tvær sagnir, é-sögnina leiga < *laig(w)én(?), nafnleidda af
kvk. leiga, og /a-sögnina leigja < *laig(w)ian.