Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Qupperneq 144
142
Veturliði Óskarsson
2. Skráð dæmi um hljóðverptan vh.þt. af é-sögnum
2.1
Orðtaka fyrir orðabækur er alltaf valbundin; sjaldan eru heil rit orð-
tekin orð fyrir orð heldur velur orðabókarfólk orð, beygingar, orð-
myndir, orðasambönd, setningargerðir o.s.frv. eftir bestu vitund í því
skyni að hafa fjölbreytnina sem allra mesta. Við orðfræðirannsóknir
kæmi sér auðvitað best að hafa orðstöðulykla að öllum fornbókmennt-
unum þar sem hægt væri að ganga að öllum upplýsingum af öryggi.
Slíkrar aðstöðu er auðvitað langt að bíða, a.m.k. orðstöðulykla að ein-
stökum handritum hvers verks, enda handrit geysimörg og tímafrekt
að búa til lykil að hverju og einu. Nokkrir eru þó til, bæði að ís-
lenskum og norskum handritum, sem komið geta að gagni. Má hér
nefna tvo orðstöðulykla að nokkrum fornaldarsögum, Conroy (1979)
og C/?£5T-orðstöðulykilinn (sjá ritaskrá). Til eru orðstöðulyklar að
eddukvæðum, útgáfu Guðna Jónssonar frá 1949 (Kellogg 1988) og út-
gáfu Jóns Helgasonar frá 1952-1955 (Eddadigte I—III) að viðbættum
þeim 11 kvæðum Konungsbókar sem í þá útgáfu vantar (Baldur Jóns-
son og Jónas Kristjánsson, handrit í 2 eintökum, sjá Baldur Jónsson
1990:169-170). Þá má minna á fáeinar tæmandi orðaskrár (glossaria)
yfir einstök handrit, eitt eða fleiri, t.d. skrár Larssons (1891 og 1956)
og Holtsmark (1955), svo og orðaskrár í útgáfum, t.d. van Arkel (1987,
Möðruvallabók). Á sínum tíma tók Einar Haugen (1942) saman orð-
tíðniskrá allmikla yfir orð í Heimskringlu, Egils sögu og Njáls sögu; hún
er um margt ófullkomin og hefur takmarkað notagildi, enda ólemmuð13
og getur aðeins 1-4 textastaða fyrir hvert orð, og má teljast úrelt nú
þegar útgáfur Svarts á hvítu og Máls og menningar eru komnar á tölvu-
form í Málvísindastofnun Háskólans. Ýmislegt fleira má nefna, svo
sem sérstaka orðabók yfir sagnir í Konungsbók Grágásar (Beck 1983)
og margskyns sérrannsóknir á einstökum handritum, t.d. gagnmerkt rit
Rindals (1987) um norska handritið Holm perg 6 fol.
13 f lemmaðri skrá hafa ólíkar beygingarmyndir eins orðs verið flokkaðar saman,
gjaman undir einni flettu (uppfletti- eða höfuðorði) eins og í orðabók. Það gerir Haugen
ekki, heldur steypir saman ólíkum beygingarmyndum (nema st. og nema so. (nh. og
3. p.ft.), svo dæmi sé nefnt).