Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 146
144
Veturliði Óskarsson
hluta eða öllu leyti getað haft é-beygingu að fornu, og einnig sagnir sem
upprunalega tilheyrðu öðrum beygingarflokkum, ef vera skyldi að þar
leyndust einhver dæmi um áhrifsmyndir. Að auki var til öryggis leitað
að þeim sögnum sem minnst var á hér að framan að væru sennilega
nýmyndanir frá síðustu öldum. Dæmum um kaupa, segja og þegja
er sleppt, enda hafa þessar sagnir ætíð hljóðvarp í vh. þt., og sama á
við um hafa. Nokkur dæmanna eru hliðstæður úr ólíkum handritum
eða gerðum sama texta eða náskyldra texta (sjá t.d. dæmin um trúa
úr Guðmundar sögu biskups og Sturlunga sögu og þora úr fjórum
Grágásarhandritum).
Við orðtökuna hefur AMKO notað þær textaútgáfur sem traustastar
þykja og eru dæmin, sem hér verða birt, tekin upp eftir þeim. Birtar eru
heimildarskammstafanir AMKO fyrir hvert dæmi, þær sömu og notaðar
eru í útkomnu lykilbindi að væntanlegri fommálsorðabók (Ordbog over
det norrpneprosasprog. Registre. Kpbenhavn, 1989), svo að unnt sé að
rekja dæmin til réttra handrita með hliðsjón af lykilbindinu, t.d.: „CecA
27614, Unger 1877,1“, sem vísartil dæmis ábls. 276,14. línu, í Cecilíu
sögu meyjar, þeirri gerð sem táknuð er með „A“ hjá útgefanda, C. R.
Unger (1877), 1. bindi (sjá nánar Heimildir: A. Vesturnorrœnir textar,
útgáfur). Útgáfur (og stöku sinnum handrit) hafa verið gátaðar og eru
dæmin birt stafrétt eftir þeim; þó er sleppt skáletri sem sýnir hvar leyst
hefur verið úr böndum.
I textasafni Málvísindastofnunarfundust allnokkur dæmi til viðbótar
þeim sem er að finna í safni AMKO, öll af sömu sögnum og þar. Flest
voru dæmin um vh.þt. af hinum algengu sögnum duga og ná (dygði
og næðif, verður þeim sleppt hér en hin dæmin birt aftast í flettunni.
Tölurnar eiga við kafía:blaðsíðu í útgáfum Svarts á hvítu og Máls
og menningar: íslendinga sögur og þættir, Sturlunga, Heimskringla,
Grágás', einungis er getið kafla og bls. við dæmi sem einnig fundust í
safni AMKO.
Flettiorðin eru samræmd fornu máli og höfð í vh.þt., 3. p. et. (-/).
Næg dæmi eru um vh.þt. sagnanna duga og ná, og eru myndir með
hljóðvarpi einráðar eins og í nútímamáli. Eru hér birt fimm dæmi um
hvora sögn; annars eru birt öll dæmi sem fundust.