Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 160
158
Veturliði Óskarsson
frá stafsetningarkerfi handrits að ‘o’ (t.d. í vh. þt. „brosti") stæði fyrir
fónemið /0/. Þetta er þó í reynd heldur ólíklegt þegar fjöldi dæma um
‘0’ í vh.þt. sagnanna skorta, þola og þora er hafður í huga: Hví skyldu
engin dæmi um ‘0’ finnast í öðrum e-sögnum með stofnlægu o?
í frumgermönsku eru allar þessar sagnir taldar hafa haft stofnlægt
u, sem opnaðist og breyttist, þar sem aðstæður voru fyrir hendi, í o
við o-hljóðvarp í frn. Það er talið elst hljóðvarpanna og eru til æði
gömul dæmi um það á rúnaristum: horna (Gallehus, Danm., eftir 400,
Noreen 1923:379), -woIa/a (Gummarp, Sv., um 700, tv. rit. bls. 380),
-woIa/r (Stentoften, Sv., 7. öld, tv. rit. bls. 387). Orðmyndimar hyrfði,
skyrti,þylði og þyrði benda til /-hljóðvarps af baklægum stofnmyndum
á borð við #þul-# o.s.frv.23 en þðlði o.s.frv. til z'-hljóðvarps af #þol-#
o.s.frv. Allt eins hefði mátt búast við þeirri stofngerð í öllum ú-sögnum
sem höfðu u í stofni í fgerm.24 Og sums staðar á hinu vesturnorræna
málsvæði virðist einmitt baklæg gerð þessara sagna hafa verið komin
með sérhljóðið o á 13. öld eða fyrr. Síðan virðist annað hvort gerast,
að þessi nýja baklæga gerð stenst ekki samkeppnina við þá gömlu
(enda hefur nýja gerðin verið svæðisbundin eða á einhvern annan hátt
takmörkuð), eða hitt (sem e.t.v. er trúlegra) að yfirborðsform vh.þt.
(0-formin) verða öll fyrir samskonar hljóðbreytingu.
Kristján Árnason (1992) hefur velt fyrir sér örlögum foms /0/ og telur
ýmsa og ólíka þætti hafa ráðið þeim. Til em allmargar aðrar tvímyndir
af sama tagi og hér vom nefndar, orðnar til við z'-hljóðvarp af o (< u) (sjá
Noreen 1923:58,107,302 o.v.; sbr. Kristján Árnason 1992): kðmr/kemr,
s0fr/sefr, ðfri/efri, (dfstr/efstr, tr0ðr/treðr Hér hafa p-myndirnar
horfið og einungis afkringdu e-myndirnar lifað til nútímans. En einnig
em til þrímyndir af sama tagi og í vh.þt. af þora: n0rðri/nerðri/nyrðri,
n0rz.tr/nerz.tr/nyrztr, s0nir/senir/synir, 0xn/exn/yxn o.fl. Hér hafa e- og
0-myndirnar hvorartveggju horfið að mestu eða með öllu — eins og á
við um vh.þt. áðurnefndra sagna — og y-myndirnar einar lifað áfram til
23 Hér verður ekki farið út í þá sálma hvenær eða hvort gera megi ráð fyrir að baklæg
gerð sem miðuð er við ævafomt málstig hafi breyst (t.d. #þul-# orðið að #þol-#).
24 Fom e og o ollu a-hljóðvarpi jafnt og a sjálft (sbr. Krahe 1969a:58).