Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 161
Nokkur orð um é-sagnir og i-hljóðvarp í vh. þt.
159
nútímans. Ein af megintilgátum Kristjáns er sú að gamla /0/-fónemið
hafi í raun ‘leyst upp’, og heimilislaus birtingarform þess lent hjá
vandalausum, þ.e. næstu nágrannafónemum, hinu nýja/ö/ (< /q/), /e/ og
/y/ (bls. 166 o.v.). Ástæðurnar voru fleiri en ein fyrir þessari uppgjöf /0/-
fónemsins, að mati Kristjáns, t.a.m. tilhneiging til þess að /0/ afkringdist
eins og önnur frammælt kringd sérhljóð (y > i, ý > í, ó > æ) og að auki,
á sama tíma, tilhneiging til miðsækni gömlu, stuttu sérhljóðanna, þ. á
m. /0/ og /q/, þannig að hið síðara frammæltist og hið fyrra (sennilega)
uppmæltist.
Þessi tilgáta gæti að nokkru leyti skýrt það hvers vegna p-myndir í
vh.þt. ofangreindra é-sagna hafa horfið með öllu í síðari tíma máli.
2.3.2
Þegar dæmin eru skoðuð sést að a.m.k. átta sagnanna (auk hafa,
kaupa, segja og þegja) hafa enn hljóðverptan vh.þt. í nútímamáli:
dygði, nœði, tryði, yggði, yndi, vekti, þyldi og þyrði. Verra er að segja
til um semdi af sama og verði af vara. I stað sama er /a-sögnin sæma
nú einhöfð, með vh.þt. sæmdi. Ópersónulega sögnin vara ‘gruna, búast
við’ (þ.e. ekki tökusögnin vara ‘endast’) er nær eingöngu notuð í orða-
samböndunum „fyrr en (nokkum) varir/varði“ og „mig varði þess“; þar
er vh.þt. líklega sjaldgæfur, en „fyrr en verði“ er að finna í Blöndals-
orðabók.25 í nútímamáli er enn fremur hljóðvarp í vh.þt. af tolla, þ.e.
tylldi, en um þá sagnmynd fundust engin dæmi í fornmálstextum. Þær
orðmyndir sem fram komu en þekkjast vart í nútímamáli eru: hyrfði,
skyrti, skprti, þplði, þerði og þprði, svo og sperði af spara sem hefur
tekið upp beygingu ó-sagna.26 — Til samanburðar má geta þess að
25 Dæmið er úr Þjóðsögum Jóns Arnasonar. — Nýlega mátti sjá þessa orðmynd á
forsíðu Morgunblaðsins (þriðjudag 30. maí 1995) í setningunni „vísindamenn [sögðu]
að hugsanlega ættu fleiri stórskjálftar eftir að ríða [yfir] á svæðum við Japanshaf fyrr
en verði.“ Svo vill til að undirritaður veit fyrir víst að það var orðmyndin varði sem
kom úr penna fréttamannsins, en var breytt í verði í próförk. Dæmið er þó engu verra
fyrir það.
26 Janez Oresnik (1971:162 o.áfr.) lagði á sínum tíma lista með 60 sögnum, sem
beygjast eftir 3. flokki („lifa verbs“), fyrir átta íslenska málfræðinga, og bað þá að
merkja við þær sagnir sem enn tíðkuðust í nútímamáli og sýna nokkrar beygingar-