Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 164
162
Veturliði Óskarsson
Nokkuð sennilegt má telja að í fornum, vesturnorrænum ritum sé
ekki að finna /-hljóðverptan vh.þt. af öðrum é-sögnum en þeim 13
sem hér voru taldar. Þessi beygingarmynd er fátíðari en ýmsar aðrar
sagnmyndir, enda notkunarsviðið takmarkað, og því lítil hætta á að
verðmæt dæmi hafi farið fram hjá árvökulum augum orðtökumanna.
Með þetta í huga má telja að þessi athugun styðji vel þá almennu
skoðun að /'-hljóðvarp í vh.þt. af é-sögnum hafi aldrei verið reglulegt í
vesturnorrænu máli.
VIÐAUKI
YFIRLIT YFIR SAGNIR OG ORÐMYNDIR30
(Vitneskju um aldur handrita og fleira þeim tengt er að finna í lykilbindi að Ordbog
over det norr0ne prosasprog. Pappírshandrit eru merkt með uppskrifuðu x (x)).
duga
dygði (AM 655 III 4°, 1200)
dygði (AM 32514°, 1300)
dygði (GKS 1005 fol, 1387-1395)
dygði (Holm perg 2 fol, 1425-1445)
dygði (Holm perg 7 fol, 1450-1475)
horfa
hyrfði (AM 291 4°, 1275-1300)
hyrfði (AM 589 a 4°, 1450-1500)
hyrfði (AM 624 4°, 1500)
ná
næði (Holm perg 15 4°, 1200)
næði (AM 399 4°, 1330-1350)
næði (AM 132 fol, 1330-1370)
næði (AM 551 c 4°\ 1600-1650)
næði (AM 35, 36 & 63 folx, 1675-1700)
10 Samanburður á dæmum eftir aldri handrita bendir ekki til þess að tilteknar orð-
myndir komi fremur fyrir í eldri handritum en yngri. í því sambandi er rétt að minna
á að mörg handritin eru afrit eldri handrita, svo að slíkur samanburður væri í reynd
vafasamur. — Ur nokkrum handritum eru fleiri dæmi en eitt, flest úr Möðruvallabók
(14).