Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 173
Orð af orði
Ambindrylla og puðrureddi
Um heiti karla og kvenna
0. Inngangur
Konur hafa ætíð verið körlum kærkomið yrkis- og umtalsefni og um
þær hefur öldum saman verið sungið lof í kveðskap. Það er því ekki
undarlegt að um konur megi finna fjöldann allan af heitum og líklegast
koma upp í huga lesandans orð eins og dís, drós, fljóð eða svanni.
Einnig er vel þekkt að um konur er til fjöldi orða sem lýsa einhverju
neikvæðu í fasi þeirra, útliti, skapgerð eða verklagi og almenn er sú trú
að þess háttar orð séu mun fleiri til um konur en karla. Sú er þó ekki
raunin, ef betur er að gáð, karlaheitin eru ívið fleiri.
Gömul hefð er fyrir því hvemig nefna skuli konur og karla og í
Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er ungum skáldum m.a. leiðbeint í
því vandaverki:
Hvernig skal kenna manninn?
Hann skal kenna við verk sín, það er hann veitir eða þiggur eða
gerir. Hann má og kenna til eignar sinnar, þeirrar er hann á og svo er
hann gaf. Svo og við ættir þær er hann kom af, svo þær er frá honum
komu.
Hvemig skal hann kenna við þessa hluti?
Svo að kalla hann vinnanda eða fremjanda fara sinna eða athafnar,
víga eða sæfara eða veiða eða vopna eða skipa....
Konu skal kenna til alls kvenbúnaðar, gulls og gimsteina, öls eða
víns eða annars drykkjar þess er hún selur eða gefur, svo og til
ölgagna og til allra þeirra hluta er henni sæmir að vinna eða veita.
(Snorra-Edda 1984:125-126)
íslenskt mál 16-17 (1994-95), 171-208.© 1996 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.