Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 187
Orð aforði
185
1.5.3 Daufgerð og roluleg kona
brúða ‘ósjálfstæð, framtakslaus manneskja’
doðra ‘rolulegur kvenmaður’
embra ‘lítilsigld, kvíðin konaog kvartsöm'
lótaska ‘gufuleg kona, rola’
mélkisa, -ráfa, mjölráfa ‘daufgerð, roluleg persóna’
molla ‘hæglát kona’
veipa, kvenveipa ‘kvenmannsrola’
1.5.4 Kona fastheldin á fé
nískunös ‘nísk kona’
nurta ‘sparsöm kona, smátæk í útlátum’
1.6 Lauslát kona
Einn stærsti flokkur neikvæðra orða um konur lýtur að léttúð og
lauslæti. Sömu orð eru oft notuð um styggar skepnur og rásgjarnar.
arghola ‘lauslát kona’
buska ‘lauslát flökkukona’
daðurdrós (engin merkingarskýring í OM)
drós ‘flenna’
dræsa ‘subbukvendi, flenna’ (sjá 1.3.5)
dyndilhosa ‘léttúðug stúlka’
dyntirófa ‘léttúðug stúlka’
dækja ‘draslfengin og lauslát kona’
fála ‘flenna, gála, léttúðardrós’
flakatrúss ‘léttúðardrós’
flekán, flekána, flekóna, flekála ‘lauslát kona, flenna’
flenna ‘gála, léttúðarkvendi’; ‘stygg ær’
flennubredda ‘lauslát kona’
flík ‘lauslát kona’
flyðra ‘glyðra, skækja’
galeiða ‘pilsalétt kona og greiðug við karlkynið’
gála ‘glyðra, flenna’ (sjá 1.4.3)
gensa ‘ómerkileg og léttúðug stúlka’
glaðél ‘léttlynd og léttúðug kona’
gleðikona ‘lauslætisdrós, vændiskona’
gleðra ‘léttúðarkvendi’
gleiðálka ‘stelpugála’