Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 190
188
Orð af orði
2.1.3 Annað
kokkáll ‘sá sem er kokkálaður, maður fíflaðrar konu’
lasarus ‘maður sem oft er veikur’
2.2 Orð jákvœðrar merkingar
2.2.1 Duglegur, vinnusamur karlmaður
aflakló, -kráka, -næli ‘aflamaður, snjall fiskimaður’
alfons ‘alhliða kunnáttumaður’
búhnubbur, -hnuggur, -hnullur, -nubbur ‘góður búmaður’
fjárauga ‘fjárglöggur maður’
flummur ‘hraðvirkur maður, duglegursláttumaður'
grjótpáll ‘vinnuvargur, duglegur púlsmaður’
hamur ‘hamhleypa, mjög duglegurmaður’ (sjá 2.5.2)
möndlari ‘maður úrræðagóður við verk’
næli ‘fiskinn maður eða fundvís á smámuni’
svörgull ‘dugleguren klunnalegurmaður’
torfþjarkur ‘duglegur maður’
völundur ‘leikinn smiður, mikill hagleiksmaður’
2.2.2 Gáskafullur karlmaður
angurgapi ‘galgopi’ (sjá 2.4.3)
galgopi ‘æringi, gáskafullur maður’
ganti ‘fjörkálfur’
gaskóni ‘léttlyndur og gáskafullur maður’
gáli ‘galgopi, hrekkjalómur’ (sjá 2.4.7)
glaron ‘kæringarlaus, galsafenginn’
gljáni ‘glanni, galgopi’
glorri ‘æringi, galgopi, órabelgur’ (sjá 2.4.1)
glæringi ‘æringi’
gosi ‘galgopi’
grallarapungur, -spói ‘léttúðugur, fjörugur náungi’
grallari ‘galgopi, glanni’
smollinkría ‘fjörugur maður, glaðhlakkalegur en viðsjáll’
spilagosi ‘æringi, glæringi’
æringi ‘galgopi, spilagosi, spéfugl, glæringi’
Orðið ganti virðist fyrst og fremst notað um karlmann en fjörkálfur
er notað í jákvæðri merkingu bæði um drengi og stúlkur. Sumum gæti