Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 192
190
Orð aforði
kauði ‘leiðindapési’ (sjá 2.5.2)
káretlingur, -rítlingur ‘lítilfjörlegur maður’
kumpur ‘mannleysa’
labbakútur ‘mannleysa, lubbamenni’ (sjá 2.1.1)
móstrompur ‘niðrunarorð um mann’
náðarbulla ‘niðrandi orð um mann’
póni ‘mannkerti’
pungur, fýlu-, karl- ‘niðrandi í samsetningum um menn’
skarfur ‘þrjótur’
skauli ‘labbakútur (niðrandi um mann)’
skjóðuglámur ‘hnjóðsyrði um mann’
slaufi ‘leiðindaskarfur’
taðrantur ‘skammaryrði um mann’
taðrass ‘skammaryrði um mann’
2.3.2 Almennt um stráka
gandálfur ‘göslulegur strákur’
gauti ‘gangmikill strákur’
gemlingur ‘strákur, piltungur, manngarmur’; ‘veturgömul kind’
gemsi ‘ómerkilegur strákur (maður)’; ‘gemlingur’
gotuskellir ‘ólátabelgur’
göndólfur ‘göslarastrákur’
hvolpur ‘oft niðrandi um krakka eða unglinga’
kuði ‘strákpatti’
óartargrís ‘þægur strákur’
peyjaloddi ‘lastyrði um strák’
pjakkur ‘strákpatti, naggur’
rumbaldi ‘strákkauði’
strákhve(l)plingur, strákhvolpur ‘strákhnokki (niðrandi)’
2.3.3 Vaxtarlag
1. Gildvaxinn karlmaður:
dólgur ‘digur, klunnalegur og illilegur maður’
dólpur ‘digur maður eða dýr, fitukeppur’
fitubolti, -keppur ‘digur maður’
haulpjanki, hulpjanki ‘gildvaxinn, feitur maður’
ístrubelgur, -magi, -pjaki ‘kúluvambi, keismagi, maður með ístru’
keismagi ‘ístrubelgur’