Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 195
Orð af orði
193
hlunkur, karlhlunkur ‘stirðbusi, óskemmtileg persóna’
klunni ‘klaufalegur, óliðlegur eða ólögulegur maður’ (sjá 2.4.1)
lassi ‘þungfær maður, hjassi’
lurkur ‘stirðbusalegur maður eða dýr’
lussi ‘þyngslalegur maður’
stirðbusi, sturbusi, -butri ‘stirður maður, klaufi, klunni’
straull ‘grófgerður, stirðlegur maður’
2.3.4 Gamall maður
arlaki, árlaki ‘hrumt og vanmegna gamalmenni’; ‘vanmetaskepna’ (sjá 2.3.5)
fauskur, karlfauskur ‘gamall og slitinn maður’
hlunkur, karlhlunkur, -hlúkur ‘(gamall) maður (niðrunarorð)’
hólkur, karlhólkur, ‘(gamall) maður (niðrunarorð)’
hrota, karlhrota ‘karlfauskur’
skrámur ‘gamall, hrukkóttur maður’
skrjóður ‘gamall maður, karlfauskur’
skröggur ‘gamall maður, karlfauskur’
2.3.5 Útlit
1. Sóðalegur karlmaður:
agði ‘sóði, druslulegur maður’
dasi ‘sóði’
druslubaggi ‘ræfilslegur maður eða skepna’
drösulmenni ‘sóði, slóði’
gns ‘óþrifinn maður’
göðull ‘jarðvöðull’
göndull ‘jarðvöðull’
hröslukarl ‘sóðalegur maður’
jarðvöðull ‘sóði í vinnubrögðum og umgengni’
kúalabbi, -lubbi ‘sóði, rusti’
ódámur ‘sóði, jarðvöðull’
ódeili ‘sóðalegur maður, jarðvöðull’
óræsti ‘sóði’ (sjá 2.4.1)
serberus ‘sóði, jarðvöðull’
sladdi ‘sóðafenginn maður, blautur og óhreinn’
slambert ‘sóði’
vöðull ‘jarðvöðull, ötull en sóðafenginn maður’