Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 197
Orð aforði
195
væskill ‘pervisalegur, kraftasmár maður, aukvisi’
ælingi ‘ógerðarlegur maður’; ‘horgemlingur, vesældarleg skepna’
örkvisi ‘aukvisi, veiklulegur maður, væskill’
örmeti ‘afturkreistingur, væskill, örkvisi’
2.4 Framkoma og hegðun
Framkoma og hegðun er tilefni margra heita í þessum flokki. Skipting
er nokkuð önnur en hjá konum.
2.4.1 Grófur, ruddalegur karlmaður, maður með óheflaða framkomu;
maður sem sýnir óþokkaskap
afhrak ‘úrþvætti, mannfýla’
afskúm ‘afhrak, úrþvætti’
afturfótakvikindi ‘óféti’ (sjá 2.4.8)
aftót ‘afstyrmi, úrþvætti’
barri ‘þjösni, rusti’ (sjá 2.4.8)
bedemi ‘dúdemi, afstyrmi’
bófi ‘fantur, illmenni’
broðháfur, -hófur ‘ruddi, durtur’
bulla ‘áflogahundur, svoli, ódámur’
búri ‘ruddi, dóni’ (sjá 2.5.3)
dréli ‘drjóli, durgur’
darri ‘uppivöðslumaður, garralegur og fyrirgangsmikill maður’
dóni, dónsi ‘ruddi, rusti, ókurteis maður’
drjóni ‘ruddamenni’
drubbi ‘durgur’
drulluháleistur, -lurkur, -sokkur ‘ómenni, lubbi, ódámur’
drussi ‘rusti, durtur, dóni’
durgur ‘ruddi, rusti’
dumi ‘durtur’
durtur ‘rusti, drussi’
dusilmenni ‘ómenni’
dúdemi ‘afstyrmi, ódemi, bedemi’
eiturkveita, -naggur, -nagli ‘illyrmi, ódráttur, harður maður’
fantur ‘harðleikinn, óvæginn maður’
frumti ‘ruddi, frunti’
frunti ‘ruddi, dóni, tillitslaus maður’
fúlmenni ‘óþokki, ódrengur’