Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 204
202
Orð aforði
2.5 Skapgerð
2.5.1 Flón, kjáni
afglapi ‘glópur, reginfífl’
apabýli ‘flónslegur maður’
api ‘heimskingi, auli’
apli ‘kjáni, flón’
auli ‘flón, bjálfi’
áni ‘auli, bjálfi’
bjálfi ‘auli’ (sjá 2.3.5)
fausi ‘fljótfær auli’
fáki, fákur ‘kjáni’
fálki ‘auli, gapi, heimskingi’
fáni ‘flón, glannafenginn auli'
fól ‘fífl, kjáni’
galapín ‘flón’
galfantur ‘flónslegur maður’
gikkur ‘flón, heimskingi’ (sjá 2.4.4)
glappi ‘flón’
glópur ‘rati, afglapi, kjáni, flón’
gorvambarhaus ‘óskýr maður sem ruglar öllu saman’
kálfur ‘einfeldningur, flón’
narri ‘fífl, flón’
rati ‘kjáni, auli’
ráfa ‘rati, auli’
rýna ‘treggáfaður maður’
snápur ‘auli, heimskingi’
þorskur ‘auli, heimskingi, skilningssljór maður’
Orðið gapi sem fram kemur sem skýring við fálki er skýrt í OM
‘fífldjarfur, óvarkár maður’ (sjá 2.4.3).
2.5.2 Geðstirður maður, uppstökkur maður
drumbur ‘stirðlegur maður, þurr í viðmóti’
drútur ‘durtslegur maður, ódaunn’; ‘lélegur hrútur’
drymbildrútur ‘drumbslegur maður’
fuðra ‘skapbráður maður’