Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 205
Orð aforði
203
funi ‘bráðlyndur maður’; ‘viljugur hestur’
fýlukoppur, -poki, -trantur ‘luntaradallur, illa lyntur maður’
fýlupungur ‘fúllyndur maður’
hamur ‘skass, geðillur maður’ (sjá 2.2.1)
hrognhetta ‘þurrpumpulegur maður’ (sjá 1.5.1)
kauði ‘kurfur, durtur, leiðindapési’ (sjá 2.3.1)
luntaradallur ‘ólundarfullur maður’
lunti ‘fýlupoki’
meingeit, -hom ‘meinfýsinn maður’
náhænsn ‘óartarmaður, kurfur’
ónotahylki ‘geðillur maður og ónotalegur í umgengni’
retturófa ‘afundinn maður, þurr á manninn’
rysjaldur ‘bráðlyndur, uppstökkur maður’
stólpakjaftur ‘skömmóttur maður’
þausnir ‘þjösni’
þjösni ‘bráður maður og framhleypinn’
þrustur ‘þurrpumpulegur maður’
2.5.3 Daufgerður maður; rola; linur maður, gagnslítill, latur
Þar sem stutt er á milli þeirra merkingarliða sem hér eru nefndir og
oft erfitt að skera úr um hvort maður er huglaus, linur af sér eða daufur
í skapi var það ráð tekið að steypa þessum orðum í einn flokk.
aflaki ‘ónytjungur’
afsnóp ‘letingi, drollari’
amleri ‘ónytjungur’
blína ‘hálfgerð rola’
blöndulókur ‘lítilfjörlegur maður’
dauðablóð, -doppa ‘letingi’
dauðyfli ‘rola, skussi’
daufingi ‘dauðyfli, rola, lingerður maður’
doðneyti ‘daufgerður maður’; ‘náttúrulaus tarfur’
dofningi, -ungur ‘sljór, daufur maður’
dofrungur ‘daufgerður maður, rola’
dolifer ‘seinn maður’
drjólhakkari ‘seinfær maður, latur’
dröttólfur ‘slóði, skussi’
dröttull ‘dröttólfur’