Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 208
206
Orð aforði
grútur ‘svíðingur, nirfill’ (Algengara um karlmann, þó stundum notað um
konur)
húski ‘svíðingur, nískur maður’
hvinn ‘svíðingur, nirfill’
nirfill ‘svíðingur, nískur maður’
nirfilsneri ‘nískur maður’
nískubrandur ‘nirfill, nískur maður’
svíðingur ‘nirfill, maður harðdrægur í viðskiptum, féníðingur, búri’
tímaleysingi ‘nirfill, svíðingur’
2.6 Kvensamur maður
bósi, kvennabósi ‘kvennamaður’
flagari ‘kvennabósi, hrappur í kvennamálum’
flaki ‘léttúðugur maður’
flosi, kvennaflosi ‘hviklyndur, léttúðugur maður í kvennmálum’
flysjungur ‘hvikull maður, flagari’
flösungur ‘flysjungur, hvikull maður’
himbrimi ‘flagari’ (sjá 2.4.4)
kvennaflosi, -gosi ‘léttúðugur maður í kvennamálum’
skjóðuglanni ‘kvennagosi’
skækill ‘kvennabósi’
stelpusnati ‘kvennabósi’
stelpustrákur ‘kvennabósi’
3 Samantekt
í því sem á undan er farið hefur heitum verið skipt í tvo meginflokka
eftir því hvort þau eiga við konur eða karla. Fjöldi orða er þó til í málinu
sem jafnt er notaður um bæði kynin, jákvætt sem neikvætt, svo sem
búforkur, bestía, forkur, gammur, flumbra, gufa, gunga, kvæ, morgun-
hani, pappírsbúkur, písl, planta, rola, rœfill, sauður, skráveifa, ýmis
orð sem enda á -kráka eins og hermikráka, illviðrakráka, óheillakráka,
óveðurskráka, sultarkráka og mörg fleiri. Ekki er ætlunin að fjalla um
orð af þessu tagi hér.
Ef litið er á meginflokkana tvo kemur nokkur munur í ljós. Orð al-
mennrar merkingar eru svipuð í báðum flokkum (1.1.1, 2.1.1). í flokk-
unum 1.2, 2.2 (orð jákvæðrar merkingar) fundust talsvert fleiri orð um
gáskafullan karlmann en konu (1.2.2, 2.2.2) en aftur fleiri orð sem-vísa