Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 209
Orð aforði
207
til útlits konu en karlmanns (1.2.3, 2.2.3), þ.e. lágvaxin, hnellin kona
á sér fleiri orð jákvæðrar merkingar en lágvaxinn karlmaður sem fell-
ur í flokk neikvæðra orða (2.3.3). í flokkunum 1.3, 2.3 var munurinn
talsvert meiri. Fleiri orð almennrar neikvæðrar merkingar fundust um
konur en karla (1.3.1, 2.3.1). Gildvaxin kona á sér fleiri heiti en gild-
vaxinn karlmaður (1.3.3, 2.3.3). Allmörg orð eru um vesældarlegan
karlmann, væskil (2.3.5) en engin sambærileg um konur.
Munurinn er mestur þar sem verið er að lýsa framkomu og hegðun.
Mikill fjöldi orða er til um grófa, ruddalega karlmenn (2.4.1) en ekki
er að sama skapi talað um ruddalega konu. Þær eru fremur fasmiklar
og háværar (1.4.1).
Orð yfir montna karlmenn og spjátrungslega eru mun fleiri en um
montnar konur (1.4.4, 2.4.4). Orðum um lata konu kaus ég að raða
fremur undir 1.4 (framkoma, hegðun) (1.4.5) en 1.5 (skapgerð) en
karlaheitum undir 2.5 (2.5.2) þar sem áherslan virtist fremur lögð á
skapgerðina.
Allmörg orð fundust um skapharðar konur og geðillar (1.5.1) en
aftur færri um geðstirða karla (2.5.2). Mikill fjöldi orða fannst um
daufgerða karla (2.5.3) en aftur fá um daufgerðar og rolulegar konur
(1.5.3). Einna mestur munurinn er þegar komið er að lauslætinu. Þar
hafa konur vinninginn svo um munar (1.6, 2.6). Merkingarskýringar í
þessum flokki eru konum verulega í óhag, karlar eru léttúðugir á meðan
þær eru lauslátar, daðurdrósir og léttúðarkvendi svo eitthvað sé nefnt.
Athygli vekur að engin heiti fundust um konur í merkingunni ‘auli,
kjáni’ en allmörg um karla (2.5.1).
í áðurnefndri grein í Mími var ætlunin að kanna mun á orðavali karla
og kvenna og komast að raun um hvers eðlis þau orð eru sem kynin
nota hvort um annað. Höfðu höfundar fyrirfram ákveðnar hugmyndir
m.a. um að karlar notuðu grófari orð en konur og að fleiri neikvæð
orð væru til um konur en karla (16). í greinarlok komast höfundar að
þeirri niðurstöðu að karlmenn séu grófari í orðavali og þá aðallega
þegar þeir veldu orð um konur. Einnig telja þeir að notkun neikvæðra
kvenkynsorða sé almenn og „þótt endalaust sé hægt að mynda ný
neikvæð karlkynsorð virðist það ekki vera gert. Af þessu má draga þá