Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 223
Frá íslenska málfræðifélaginu
Skýrsla um staifsemi íslenska málfrœðifélagsins
starfsárið 1992-1993
Á aðalfundi íslenska málfrœðifélagsins 30. nóvember 1992 var kosin ný stjóm fé-
lagsins. Þessi hlutu kosningu: Margrét Jónsdóttirformaður, Ari Páll Kristinsson ritari,
Guðvarður Már Gunnlaugsson gjaldkeri og Gunnar Ólafur Hansson meðstjómandi.
Halldór Ármann Sigurðsson var endurkosinn ritstjóri tímarits félagsins, íslenskt mál
og almenn málfrœði, og átti hann jafnframt sæti í stjóminni. Varamenn vom kosnir Að-
alsteinn Eyþórsson og Friðrik Magnússon og endurskoðendur Kristín Bjamadóttir og
Þómnn Blöndal. Úr aðalstjóm gengu Magnús Snædai ritari og Gunnlaugur Ingólfsson
gjaldkeri. Guðvarður Már Gunniaugsson var áður meðstjómandi. Á framhaldsaðal-
fundi 16. febrúar 1993 voru reikningar félagsins samþykktir. Á árinu vom haldnir sex
stjómarfundir. Félagið hlaut opinberan styrk til starfsemi sinnar að upphæð krónur tvö
hundmð þúsund.
Sjöunda Rask-ráðstefna félagsins var haldin 30. janúar 1993. Þar var íjallað um
fom íslensk málfræðirit. Sex fræðimönnum, fimm íslenskum og einum erlendum, var
boðið að flytja erindi á ráðstefnunni, þeim Guðrúnu Kvaran sem ræddi um málfræði
Runólfs Jónssonar frá 1651, Gunnari Harðarsyni sem talaði um latneska málfræðihefð
miðalda, Jan Ragnar Hagland sem velti fyrir sér gildi rúnaáletrana fyrir túlkun ýmissa
vandamála í Fyrstu málfræðiritgerðinni, Kristjáni Ámasyni sem ræddi um málfræði-
hugmyndir Sturlunga, Magnúsi Snædal sem sagði frá fomíslensku málfræðiritgerð-
unum og Sverri Tómassyni sem ræddi um formála málfræðiritgerðanna. Ráðstefnan
þótti takast afar vel. Ríkisútvarpið tók fyrirlestrana upp og vom þeir fluttir í einum
menningarþátta þess. Til að standa straum af sjöundu Rask-ráðstefnunni naut félagið
fyrirgreiðslu frá stofnun SigurðarNordals, Fetterstedska sjóðnum, Háskóla íslands og
Málvísindastofnun Háskóla íslands.
Einn opinber fyrirlestur var haldinn á vegum félagsins á starfsárinu. 24. nóvember
flutti formaður mannanafnanefndar, Halldór Ármann Sigurðsson, erindi um manna-
nafnalögin og túlkun þeirra. Félagið átti óbeina aðild að tveimur fyrirlestmm sem
haldnir vom innan veggja Háskóla Islands. Þessi óbeina aðild fólst í móttöku að
loknum fyrirlestri Roger Lass sem hingað kom í boði heimspekideildar seinni hluta
aprílmánaðar. Það sama gerðist einnig að loknum fyrirlestri Joan Maling sem talaði á
vegum Málvfsindastofnunar 1. júní.
Félagið efndi til sex kvöldfunda í Skólabæ. 16. febrúar sögðu Gunnar Ólafur Hans-
son, Haraldur Bemharðsson og Kristín Jóhannsdóttir frá B.A.-ritgerðum sínum í ís-