Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Side 226
224 Frá Islenska málfrœðifélaginu
dal endurskoðendur. Úr varastjóm gekk Aðalsteinn Eyþórsson. Sjö stjómarfundir vom
haldnir á árinu.
Þrír opinberir fyrirlestrar vom haldnir á vegum félagsins á starfsárinu. 6. april talaði
Þorsteinn G. Indriðason um virkni hljóðkerfisreglna og aðgang þeirra að orðmyndun.
13. nóvember flutti William Philip fyrirlestur sem hann nefndi The role of feature
specification in the acquisition ofpronominal anaphora. 20. nóvember talaði Jóhann-
es Gísli Jónsson um benefaktíf andlög í ensku og íslensku. Félagið efndi til þriggja
kvöldfunda í Skólabæ. 1. febrúar sagði Jón Hilmar Jónsson frá bók sinni, Orðastaður.
Fundurinn var haldinn í samvinnu við Orðmennt. 23. febrúar sagði Þorleifur Hauks-
son frá bók þeirra Þóris Óskarssonar, Stílfrœði. 24. október sögðu Ásdís Káradótt-
ir, Guðmundur Erlingsson, Guðmundur Steingrímsson, Hugrún Hólmgeirsdóttir og
Þóra MagneaMagnúsdóttir frá nýlegum B.A.-ritgerðum sínum. Ritgerð Ásdísar fjallar
um orðabók Guðmundar Ólafssonar, Lexicon Islandicum. Gerð er grein fyrir þremur
basknesk-íslenskumorðasöfnum frá 17. öld í ritgerð GuðmundarErlingssonar. Ritgerð
Guðmundar Steingrímssonar fjallar um líkingar. í ritgerð Hugrúnar er rætt um sögu
viðskeytisins -un/-an að fornu og nýju en í ritgerð Þóru Magneu um setningagerð
fyrirsagna í dagblöðum.
Níunda Rask-ráðstefna félagsins var haldin 28. janúar 1995. Tíu fræðimenn fluttu
þar erindi sem vörðuðu ýmis svið málvísinda. Fyrirlesarar voru: Guðrún Þórhallsdóttir
og nefndist fyrirlestur hennar Undrask pglis landa eik, Guðvarður Már Gunnlaugsson
sem ræddi um afkringingu /y, ý, ey/ í íslensku, Kendra Jean Willson og talaði hún um
íslensk fbúaheiti, Kristján Ámason sem ræddi um íslenskt tónfall, Margrét Jónsdóttir
sem fjallaði um föll og fallakerfið í íslensku, Stefán Karlsson sem talaði um lokhljóðun
í íslensku á liðnum öldum, Þorgeir Sigurðsson sem fjallaði um hendingar dróttkvæða
og einingar tungumálsins, Þóra Björk Hjartardóttir og ræddi hún um málbreytur og
viðhorf, Þórhallur Eyþórsson sem talaði um orðaröð í Eddukvæðum og Óystein Alex-
ander Vangsnes og nefndist fyrirlestur hans Referentiality and argument positions in
Icelandic.
Félagið stóð að fyrirlestraröð um íslenska málfræði í samvinnu við Ríkisútvarpið.
Fyrirlestramir urðu átta að tölu. Sá fyrsti, inngangsfyrirlestur Margrétar Jónsdóttur,
var 12. febrúar. 19. febrúar sagði Guðrún Þórhallsdóttir frá forsögu íslensks máls.
Guðrún Kvaran ræddi um þætti úr sögu orðaforðans 26. febrúar. Jón G. Friðjónsson
talaði 5. mars og nefndist erindi hans Meðal annarra orða. 12. mars talaði Svavar
Sigmundsson. Nefndist erindi hans Öllu má nafii gefa. Kristján Ámason talaði 19.
mars um samhengið í íslenskri málþróun. 26. mars ræddu Ásta Svavarsdóttir og Þóra
Björk Hjartardóttir um breytileika í máli. Lokaerindið flutti Ari Páll Kristinsson um
hagnýt málvísindi. Það var samdóma álit flestra að vel hefði tekist til með erindi þessi.
Ákveðið hefur verið að gefa fyrirlestrana út.
Félagið hlaut opinberan styrk til starfsemi sinnar að upphæð krónur eitt hundrað
sjötíu og fimm þúsund.
Margrét Jónsdóttir
formaður