Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 227
Ritfregn
Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson. 1993. Handbók um íslenskanfram-
burð. RannsóknarstofnunKennaraháskólaíslands. (xiii + 251 bls.)
Höfundar Handbókar um íslenskanframburð hafa unnið að kennslu og rannsóknum
á íslenskum framburði hjá bömum og fullorðnum árum saman. í bókinni má finna
yfirlit yfir hið helsta sem fram hefur komið við rannsóknir á framburði hin síðari
ár en jafnframt byggt á eldri heimildum. m.a. rannsóknum og athugunum Bjöms
Guðfinnssonarog Jóns Ófeigssonar.
Bókin ætti að nýtast mörgum og mismunandi lesendum. í formála geta höfundar
sérstaklega um kennara, leikara, söngvara, talkennara, talmeinafræðinga, fjölmiðlafólk
og stjómmálamenn. Á undanförnum ámm hafa sífellt fleiri gert sér grein fyrir nauðsyn
talmálsfræðslu í skólum og víðar. Það kallar á hjálpargögn fyrir kennara en þau hefur
einmitt skort. Þetta ítarlega og aðgengilega rit getur bætt úr því.
í formála eru tildrög að ritun bókarinnar rakin. Þar kemur m.a. fram að upphafið
megi rekja til starfa nefndar sem menntamáiaráðherra skipaði 1985 til að gera tiilögur
um framburðarkennslu í grunnskólum. í nefndinni sátu bókarhöfundar auk Guðmund-
ar B. Rristmundssonar og Baldurs Jónssonar. Afrakstur nefndarstarfsins var ítarleg
álitsgerð og svolítið fjölritað leiðbeiningarrit um íslenskan framburð (Um íslenskan
framburð. Leiðbeiningar, 1987). Kennaraháskóli íslands beitti sérí framhaldi afþessu
nokkm síðar fyrir samstarfsverkefni um samningu handbókar um mælt mál og málupp-
eldi, ásamt Fósturskóla íslands, Málvísindastofnun Háskólans, Námsgagnastofnun og
skólaþróunardeildmenntamálaráðuneytisins. Handbók um íslenskanframburð er afurð
þess hluta verkefnisins sem laut að íslenskum framburði. Höfundar geta þess sérstak-
lega að þeir hafi notið stuðnings starfshóps sem í vom Eiríkur Rögnvaldsson, Guðni
Olgeirsson, Margrét Pálsdóttir og Sigurður Konráðsson. Bókin nýtur vafalaust þess
samráðs sem hér um ræðir. Þótt allir þekki dæmi þess að einstaklingar vinni þrekvirki
á ritvellinum þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að sem flestir, sem
lfklegt er að láti sig málið varða, fái að koma að verki sem þessu. Það er nauðsynlegt
ef bókin á sannarlega að mega kallast handbók um framburð en ekki skrásetning á
skoðunum tveggja manna.
Bókinni er ætlað málræktarhlutverk. Það kemur ekki síst fram í því að sýna lesend-
um fram á hve margbreytilegur vandaður framburður getur verið. Hér skiptir mestu
máli að fylgt er þeirri stefnu, sem mörkuð var í áliti fyrrgreindrar nefndar, að ekki
skuli fyrirskipaður samræmdur ríkisframburður heldur stuðlað að varðveislu (lands-
hlutabundins) minnihlutaframburðar frekar en hitt. Höfundar eru þeirrar skoðunar að
tilraunir til samræmingar gætu hæglega leitt af sér vísi að lágstéttarmáli eða málfars-
íslenskt mál 16-17 (1994-95), 225-227.© 1996 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.