Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 228

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 228
226 Ritfregnir mun og aðstöðumun þótt ætlunin hafi verið að jafna slíkan mun (bls. 196-197). Þetta sjónarmið nýtur mikils stuðnings hér á landi um þessar mundir. Aðrar raddir heyrast að sjálfsögðu, til að mynda á mannamótum þar sem framburður er til umræðu, þess efnis að samræmdan framburð skuli velja og kenna í skólum og nota í fjölmiðlum. Fræðsla um hv-framburð, harðmæli og raddaðan framburð, svo að dæmi séu tekin, er þó allt eins líkleg til að stuðla að varðveislu þessara framburðarafbrigða. Aðalefni bókarinnar er lýsing á íslenskum framburði. Þó verður ekki hjá því kom- ist að leggja mat á framburð enda hefur bókin málræktarhlutverk. Höfundar notast við þrískiptingu í mati sínu, þ.e.a.s. í eðlilegan framburð, óvandaðan eða óeðlilegan framburð (sem er merktur með ?) og loks óhæfan eða ótækan framburð (merktan með *). Það er erfitt verkefni að meta framburðarafbrigði; hver séu tæk, hver ótæk, hver vönduð og hver óvönduð. Ekki er von til þess að allir verði á eitt sáttir um niðurstöðuna að öllu leyti. Höfundar fjalla um þennan vanda á bls. 69-70. Þeir segjast hafa stuðst við rannsóknir á íslensku nútímamáli þar sem þess var kostur en einnig „við eigin máltilfinningu, svo og viðræður við nokkra valinkunna menn og tillögur frá þeim“. Eðli málsins samkvæmt er mat ávallt huglægt og þakkarvert að höfundar reyna ekki að breiða yfir það með yfirskini „vísindalegrar" hlutlægni. Taka má orðin norskt og lax sem dæmi um þann vanda sem höfundar stóðu frammi fyrir. Hver er eðlilegur fram- burður á þessum orðum? Handbók um íslenskanframburð svarar því þannig að [norsd] og [nosd] sé eðlilegur framburður en *[norsgd] óhæfur (bls. 223). Framburðurinn lax [lags], sem er líklega nýjung frá síðustu áratugum, er ekki talinn óvandaður, hvað þá ótækur (bls. 226). í 1., 2. og 3. kafla, sem hver um sig er mjög stuttur, er m.a. fjallað um framburðar- rannsóknir og framburðarstefnuna. í 4. kafla, sem er hljóðfræðilegt yfirlit, eru ýmsir skemmtilegir og greinargóðir undirkaflar um áherslu og lengd. Ekki feili ég mig reyndar alltaf við lengdartáknun höfunda í áherslulausum atkvæðum en taka má undir þá athugasemd á bls. 45 að þörf sé frekari rannsókna á samspili lengdar og aukaáherslu. Þá er mjög mikils virði að fá góðan kafia um samlaganir, brottföll og skýrmæli (bls. 53-59). 5. kafli er sá lengsti. Hann nefnist Málhljóð og stafsetning. Víða er vakin athygli á því að fleiri en eitt framburðartilbrigði er til og er viðurkennt, t.d. vatns [vahdns] eða [vahds] eða [vas:] (bls. 86). Lýsingarhátturþátíðar af so. verpa í veikri beyginguer sagðurverpt [verd] eða [verfd] en ekki *[verbd] eða *[verbtA] (bls. 96). Sjálfsagt geta flestir verið sammála um matið á stjörnumerktu afbrigðunum af verpt en e.t.v. liggur ekki í augum uppi af hverju vatns [vahdns] er eðlilegur framburður en *[verbd] ótækur. Vitaskuld er þama sá munur á að í seinna dæminu standa saman tvö lokhljóð sem alla jafna tíðkast ekki í íslensku nema í samsettum orðum. Samt sem áður vaknar sú spuming hver eðlismunursé á [vahdns] og [verbd]. Ef til vill er hvorttveggjastafsetningarframburður. Ekki veit ég hvort framburðurinn [vahdns] styðst við „ómengaða" talmálshefð. Höfundar segja framburðinn efst ?[evsd] vart hæfan eins og spumingarmerkið sýnir (bls. 110). Þeir vekja athygli á brottfalli önghljóða t.d. í þvottapoki [þohda-] sem ætti „að spoma við“ (bls. 113) og þrjátíu ?[þrau:diY] sem sé alls ekki við hæfi í vönduðum málsniðum (bls. 114).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.